fbpx
Föstudagur 10.janúar 2025
Fréttir

Íris gagnrýnir lög um transfólk – „Ekkert þriðja kyn er til“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. mars 2022 07:54

Íris Erlingsdóttir. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Samkvæmt trans-biblíunni er það í verkahring ríkisvaldsins að framleiða gervi-raunveruleika fyrir þá sem „þjást af vanlíðan gagnvart eigin kyneinkennum og kyngervi sem [þeir telja] vera í andstöðu við persónuleika sinn.“ Þetta segir í grein sem Íris Erlingsdóttir, fjölmiðlafræðingur, skrifar í Morgunblaðið í dag um málefni transfólks og kynrænt sjálfræði. Greinin ber yfirskriftina „Siðræna transgátan.“

Hún segir að Alþingi hafi ákveðið að „þar sem raunveruleikinn „skapar … óþægindi fyrir trans einstaklinga“ verður löggjöfin að vera í samræmi við tilfinningar þeirra“.

Hún vitnar síðan í lagafrumvarpið þar sem segir að ljóst sé að langtum meiri fjölbreytileiki ríki varðandi kyn og kynvitund en hin hefðbundna tvískipting í karl- og kvenkyn gefur til kynna. „Þetta er alrangt. Það er engin „fjölbreytni varðandi kyn“ mannvera og að hrista saman „kyn og kynvitund“, sem ekki er mögulegt að mæla á hlutlægan hátt, í kynferðiskokkteil skapar rugling og misskilning varðandi þá einföldu staðreynd að aðeins tvær tegundir mannvera – karlkyns og kvenkyns – hafa gengið á þessari jarðarkringlu,“ segir hún.

Hún víkur síðan að orðinu „kyn“: „Orðið „kyn“ hefur sömu merkingu í líffræði og í íslensku: „líffræðileg flokkun einstaklinga sem karlkyns eða kvenkyns.“ Síðan segir hún að í gender-gremlensku sé „kyn“ hins vegar „safnhugtak sem nær … yfir kyneinkenni, kyngervi, kynvitund og kyntjáningu“.

„Orðið „trans“, sem er notað 102 sinnum í frumvarpinu, er hvergi skilgreint. „Kynvitund trans fólks er að einhverju eða öllu leyti á skjön við það kyn sem þeim var úthlutað við fæðingu …“ Þessi ritningarorð úr trans-biblíunni eiga betur heima í 16. aldar galdraþulu en 21. aldar lagafrumvarpi,“ segir hún og bætir síðan við: „Við vitum öll að kyni er ekki „úthlutað við fæðingu“ fremur en hæð/lengd eða þyngd. Kyn er séð („observed“) og skráð. „Trans“ eða „transgender“ er ekki nýuppgötvað, glænýtt og glansandi þriðja kyn. Allir sem einkenna sig „trans“ eru annaðhvort karlkyns eða kvenkyns. Í meira en 99,982% tilvika er einstaklingur annaðhvort ótvírætt karlkyns eða kvenkyns. Kynflokkun byggist á kynfrumutegundunum sæði og eggfrumu. Engin þriðja kynfruma er til og því er ekkert þriðja kyn til.“

Hún segir síðan að það að tilvist einungis tveggja kynja þýði ekki að kyn geti aldrei verið óljóst og nefnir þar dæmi um „intersex“ einstaklinga og segir að 0,018% einstaklinga fæðist með „ódæmigerð kyneinkenni“. „En tilvist intersex mannvera sannar ekki að kyn sé „fjölbreytilegt“ frekar en fæðing einfættrar mannveru afsannar að mannverur séu tvífættar (bipedal),“ segir hún.

Hún vitnar því næst í tilganginn með frumvarpinu sem var að bæta réttarstöðu trans- og intersexfólks og færa til nútímahorfs.  „Mér er ekki kunnugt um að ég eða aðrir borgarar sem ekki einkenna sig „trans“ (eða intersex) hafi notið sérstakrar réttarstöðu umfram „transfólk“. Fjöldi fólks þjáist eflaust af „vanlíðan gagnvart“ ýmsum líkamseinkennum sem það telur „vera í andstöðu við persónuleika“ sinn. En flestir verða bara að láta sig hafa það. Nema þeir séu „trans“, segir hún.

Hún segir síðan að með þessu hafi löggjafinn skapað sérstakan lúxustrans-ríkisborgararétt sem feli í sér rétt til að láta skattgreiðendur borga fyrir útlitsbreytandi skurðaðgerðir og „ríkið breyta afturvirkt lagalegum skjölum þar til árangurinn er í samræmi við „persónuleika“ og tilfinningar trans-ríkisborgaranna“.

Hún lýkur síðan grein sinni á eftirfarandi orðum: „Meira er í húfi en tilfinningar transfólks. Lögfesting transritningarorðanna er ósamrýmanleg kynbundnum réttindum. Nauðgarar og morðingjar sem „einkenna sig sem konur“ eru í kvennafangelsum. Karlar keppa í kvennaíþróttum – þar sem munur á körlum og konum er svo augljós að keisarinn er „á tippinu“ eins og börnin segja. Kyn er grundvallarforspárþáttur í upplýsingaöflun og greiningu um alla samfélagsþætti, þ.á m. heilsu, menntun, atvinnu og glæpi. Hvaða heilvita samfélag telur eðlilegt – hvað þá þjóðþrifaverk – að löggjafinn leyfi borgurunum að breyta afturvirkt opinberum lagalegum upplýsingum og skjölum í samræmi við tilfinningar sínar? Ríkisvaldið á ekki að styðja ranghugmyndir fólks. Hvað þá að lögfesta þær á kostnað almennings.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Í gær

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“
Fréttir
Í gær

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“
Fréttir
Í gær

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins
Fréttir
Í gær

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna