Fram kemur að Toptun hafi fallið þegar skriðdrekaflaug var skotið á brynvarið ökutæki hans í Izyum nærri Kharkiv. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvar Osokin féll.
Margvíslegar ástæður eru sagðar vera fyrir af hverju svo margir af æðstu foringjum hersins hafa fallið í stríðinu á þeim fjórum vikum sem það hefur staðið yfir. Meðal annars hefur David Petraeus, fyrrum hershöfðingi og yfirmaður CIA, sagt að Úkraínumenn séu með „góðar leyniskyttur“ sem séu færar um að finna mikilvægustu einstaklingana þegar fjarskiptakerfi Rússa hafa verið lömuð. Þá verði hershöfðingjarnir óþolinmóðir og fari framar í víglínuna til að sjá hvað er að gerast. Þar bíði leyniskytturnar þolinmóðar eftir þeim. Einnig hafa borist fregnir af því að hershöfðingjunum sé ýtt framar á vígvellinum en venja er til að efla baráttuanda rússnesku hermannanna sem er sagður mjög lítill.