fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Svanhildur Hólm: „Þetta mál er svo asnalegt að það er varla hægt að færa það í orð“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 24. mars 2022 18:00

Svanhildur Hólm.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á Íslandi get ég keypt mér áfengi á veitingastöðum, kaffihúsum og ferjum, í veislusölum, hótelum og meira að segja í bakaríi, þar sem ég gæti fengið mér bjór með kleinuhringnum ef ég hefði ekki fengið bragðskynið aftur eftir skammvinnt tap í covid.“

Svona hefst pistill sem Svanhildur Hólm, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, skrifar en pistillinn birtist í Viðskiptablaðinu í dag. Ásamt því sem Svanhildur furðar sig á áfengislöggjöf hérlendis í pistlinum þá furðar hún sig á framkomu ÁTVR að undanförnu, sérstaklega í garð áfengisvefverslana.

„Fyrir utan verslanir ÁTVR má nálgast áfengi löglega á yfir þúsund stöðum á Íslandi. Ég má panta mér áfengi frá útlöndum en það hefur verið umdeilt hvort slíkt megi hérlendis. Slíkar netverslanir eru samt til hér á landi og sagðar voru fréttir af því í fyrravor að ÁTVR hygðist leggja fram lögbannskröfu hjá sýslumanni og kæru til lögreglu.“

Svanhildur segir að svo virðist vera sem lögbannskrafan og kæran hafi runnið út í sandinn en ÁTVR hætti þó auðvitað ekki þar. „Í haust fór einokunarverslunin í einkamál við netverslanirnar, þar sem þess var meðal annars krafist að látið yrði af „þátttöku í smásölu í vefverslun“ – og auðvitað bóta fyrir meint tjón ÁTVR,“ segir hún í pistlinum.

„Þetta mál er svo asnalegt að það er varla hægt að færa það í orð og sem betur fer var því vísað frá í síðustu viku.“

Þá minnir Svanhildur á það hvaða hlutverki ÁTVR gegnir hér á landi. „ÁTVR er að lögum falið að selja áfengi og tóbak á Íslandi. Það er eina hlutverk stofnunarinnar,“ segir hún.

„Hún hefur ekkert vald eða eftirlitshlutverk og það er skrýtið ef þessi málarekstur hennar verður án afleiðinga, ekki síst þar sem fjármálaráðuneytið, sem ÁTVR heyrir undir, virðist hafa hafnað að grípa til aðgerða og ætlar sér ekki að halda áfram með málið.“

Að lokum talar Svanhildur um það hvernig þróunin hefur verið hjá ÁTVR síðustu ár. „Tilgangur áfengislaganna er að vinna gegn misnotkun áfengis. Því hefur verið framfylgt síðustu ár með fjölgun vínbúða ríkisins og rýmri afgreiðslutíma og nýlega lagði Framsóknarflokkurinn til að ríkið yrði opið á sunnudögum,“ segir hún.

„Það er því einhver furðulegur tvískinnungur í þessu kerfi, eins og opinber þynnka sé eitthvað skárri en einkarekin. Ég held ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Konan sem segist vera Madeleine McCann handtekin – Fór að heimili foreldranna og sendi sífelld skilaboð

Konan sem segist vera Madeleine McCann handtekin – Fór að heimili foreldranna og sendi sífelld skilaboð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska liðið tilnefnt sem lið ársins – Þú getur kosið hér

Íslenska liðið tilnefnt sem lið ársins – Þú getur kosið hér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“