Það er mat NATÓ að á bilinu 7.000 til 15.000 rússneskir hermenn hafi fallið í Úkraínu á fyrstu fjórum vikum stríðsins.
Embættismaður hjá NATÓ sagði að tölurnar byggist á upplýsingum frá úkraínskum yfirvöldum, upplýsingum sem Rússar hafa birt, viljandi eða óviljandi, og upplýsingum sem hafi verið aflað úr ýmsum áttum.
Úkraínsk yfirvöld hafa ekki sagt mikið um eigið mannfall og Vesturlönd hafa ekki komið með neinar tölur yfir það.