fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Náinn samstarfsmaður Pútíns er hættur og flúinn frá Rússlandi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. mars 2022 08:00

Pútín og Chubais á fundi meðan allt lék í lyndi. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðjum tíunda áratugnum tryggði Anatoly Chubais vini sínum og samstarfsmanni Vladímír Pútín fyrsta starfið hans innan veggja Kremlar. Hann studdi duglega við bakið á Pútín þegar hann ruddi sér leið til valda en nú er hann kominn upp á kant við Pútín og flúinn land.

Chubais var einn nánasti ráðgjafi Pútíns en hætti nýlega störfum og fór frá Rússlandi. Ástæðan er innrásin í Úkraínu.

Bloomberg hefur eftir tveimur heimildarmönnum að Chubais hafi hætt störfum og flúið land. Hann er hæst setti embættismaðurinn til að segja skilið við Kreml eftir að innrásin hófst. Tass fréttastofan hefur staðfest að hann hafi látið af störfum.

Chubais hafði notið góðs af vináttunni við Pútín og var einn hinna svokölluðu olígarka, það er manna sem hafa auðgast gríðarlega í skjóli Pútíns, og þar áður forvera hans Boris Jeltsín, þar sem spilling og arðrán eru einkennismerkið.

Chubais hafði gegnt mörgum ábyrgðarstöðum eftir að Pútín komst til valda, meðal annars hafði hann yfirumsjón með breytingum á efnahagskerfi landsins.

Sögur herma að hann hafi alltaf haldið góðu sambandi við vestræna embættismenn.

Í síðustu viku sagði Arkady Dvorkovich, aðalefnahagsráðgjafi Dmitry Medvedev, fyrrum forseta og varaforsætisráðherra, af sér embætti sem forstjóri tæknisjóðs í eigu ríkisins. Hann gagnrýndi innrásina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Konan sem segist vera Madeleine McCann handtekin – Fór að heimili foreldranna og sendi sífelld skilaboð

Konan sem segist vera Madeleine McCann handtekin – Fór að heimili foreldranna og sendi sífelld skilaboð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska liðið tilnefnt sem lið ársins – Þú getur kosið hér

Íslenska liðið tilnefnt sem lið ársins – Þú getur kosið hér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“