Eðalfiskur ehf. innkallar neðangreinda vöru á markaði vegna gruns um að hún innihaldi sjúkdómsvaldandi örverur.
Listeria monocytogenes greindist í sýnum af gröfnum laxi fyrirtækisins. Dreifing og sala afurðanna úr viðkomandi lotum hefur verið stöðvuð.
Framleiðandi: Eðalfiskur ehf
Vöruheiti: Úrvals grafnar sneiðar
Úrvals grafinn lax (bitar)
Úrvals grafinn lax (flök)
Lotunúmer: IB22038041046, IB22038041049 og IB22038042048
Innköllunin nær til pakkninga með síðasta notkunardag á tímabilinu 13.3.2022 – 11.4.2022.
Engar aðrar framleiðsluvörur Eðalfisks ehf. eru innkallaðar.
Ofangreind vara hefur verið í almennri sölu í verslunum Krónunnar, Fjarðarkaupum og í Kolaportinu. Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að skila henni til fyrirtækisins eða í viðkomandi verslun þar sem hún var keypt og fá endurgreiðslu. Í flestum heilbrigðum einstaklingum veldur neysla á listeríu menguðum matvælum ekki sjúkdómi.
Áhættuhópar eru barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn, aldraðir og einstaklingar með skert ónæmiskerfi. Nánari upplýsingar um Listeria monocytogenes má finna á vefsíðu Matvælastofnunar, www.mast.is
Eðalfiskur ehf. hefur hagsmuni og öryggi viðskiptavina að leiðarljósi og er þessi innköllun hluti af matvælaöryggiskerfi Eðalfisks ehf. þar sem gæði og öryggi vörunnar er í fyrirrúmi. Fyrirtækið biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi innköllun kann að valda viðskiptavinum okkar.