fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Hvar eru þeir? – Tveir af nánustu samstarfsmönnum Pútíns horfnir

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. mars 2022 07:04

Sergei Shoigu og Valery Gerasimov á fundinum umrædda með Pútín 27. febrúar. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvar eru þeir? Því velta ýmsir fyrir sér og eru þá að hugsa um Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, og Valery Gerasimov, yfirmann rússneska herráðsins. Þeir hafa ekki sést opinberlega í tvær vikur og vaxandi vangaveltur eru um hvar þeir eru og hvort Vladímír Pútín, forseti, sé búinn að ryðja þeim úr vegi.

Síðast sáust þeir félagar saman á fundi með Pútín, fundi sem vakti athygli heimsbyggðarinnar. Hann var haldinn 27. febrúar, þremur dögum eftir að innrásin í Úkraínu hófst. Þar sátu þeir hlið við hlið við hið langa fundarborð Pútíns í Kreml en Pútín fyrir borðsendanum. Á fundinum fyrirskipaði Pútín að þær hersveitir, sem hafa aðgang að kjarnorkuvopnum, yrðu settar á hærra viðbúnaðarstig. Þetta olli miklum áhyggjum og óróa víða um heim.

Sergei Shoigu (h) og Valery Gerasimov (v). Mynd:EPA

 

 

 

 

 

 

Shoigu er 66 ára og hefur í gegnum tíðina verið áberandi í fjölmiðlum. Allt frá því að hann tók við embætti varnarmálaráðherra fyrir tíu árum hefur fjölmiðladeild ráðuneytisins stækkað mikið og sólarhringsvakt var komið upp þar. Rannsóknarmiðillinn Agentstvo skrifaði fyrr á árinu að Shoigu væri „stríðsráðherranna sem hafi gert almannatengsl að helsta vopni sínu“. Nú segir Agentstvo að Shoigu sjáist ekki opinberlega. Hann hafi komið opinberlega fram sjö sinnum á fyrstu sextán dögum stríðsins en nú hafi hann ekki sést opinberlega síðan 11. mars. Þá sagði varnarmálaráðuneytið að hann hefði rætt símleiðis við starfsbróður sinn í Tyrklandi. Sama dag var birt myndband af honum þar sem hann heimsótti særða hermenn á sjúkrahús. Viku síðar var fjallað um hann á heimasíðu ríkisstjórnarinnar en engar myndir birtar. Hann var þá sagður hafa sótt fund í öryggisráði landsins. Þann 18. mars sagði rússnesk sjónvarpsstöð að Shoigu hefði sæmt hermenn heiðursmerkjum þann dag en myndirnar sem voru birtar við það tækifæri voru frá sjúkrahúsheimsókninni sjö dögum áður að sögn Agentstvo.

Það eru því vaxandi vangaveltur um hvar Shoigu er. Jake Cordell, fréttamaður hjá The Moscow Times, skrifaði um þetta á Twitter og sagði „að mikið sé talað á Telegram“. Agentstvo segir að hugsanlega hafi hjartavandamál verið að hrella Shoigu en Kreml hefur ekki tilkynnt neitt opinberlega.

Gerasimov er 66 ára og yfirmaður herráðsins. Hann hefur ekki sést opinberlega síðan 11. mars að sögn Newsweek. Þá sagði Tass fréttastofan að hann hefði rætt við starfsbróður sinn í Tyrklandi.

Hvorki Gerasimov eða Shoigu hafa sést með Pútín síðan á fyrrnefnda fundinum þann 27. febrúar.  Þeir eru taldir meðal tryggustu bandamanna Pútíns og voru tilnefndir í embætti sín af honum með skömmu millibili fyrir tíu árum. Áður en Rússar réðust inn í Úkraínu voru þeir hylltir sem arkitektarnir að hernámi Krím 2014, þátttöku Rússa í stríðinu í Sýrlandi og stuðning Rússa við aðskilnaðarsinna í Doetsk og Luhansk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings