fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fókus

Hinn alræmdi ,,27 ára klúbbur“ – Harmsögur hæfileikaríkra einstaklinga sem féllu alltof snemma frá

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Fimmtudaginn 24. mars 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nafnið ,,27 klúbburinn” fór fyrst að heyrast manna á milli við dauða Kurt Cobain, söngvara hinar ofurvinsælu sveitar, Nirvana. Cobain skaut sig til bana, 27 ára að aldri árið 1994. Fólk fór að velta fyrir sér hvort bölvun væri á tuttugasta og sjöunda ári tónlistarfólks enda hefur átakanlegur fjöldi þeirra látist 27 ára að aldri. Hugtakið fór síðan fyrir flug fyrir alvöru við dauða Amy Winehouse, einnig 27 ára, árið 2011.

Hér verður farið yfir nokkra þá tónlistarmenn sem hafa látist 27 ára að aldri. Listinn er þó mun lengri í heild sinni. 

Kurt Cobain

Cobain fannst látinn í apríl 1994 á heimili sínu í Seattle. Hann hafði skotið sig með haglabyssu sem hann hafði fengið að láni, sjálfur átti hann ekki skotvopn og hafði lýst yfir andstyggð á þeim.

Kurt Cobain

Cobain hafði verið látinn í þrjá daga þegar rafvirki hans fann hann. Fljótlega eftir andlát hans fóru af stað samsæriskenningar um að ekki hefði verið um sjálfsvíg að ræða heldur bæri eiginkona hans, Courtney Love, ábyrgð á dauða hans.Aftur á móti verður að teljast líklegast að um sjálfsvíg hafi verið að ræða. Andlegri heilsu Cobain hafði hrakað hratt vikurnar fyrir sjálfsvígið og lést hann næstum af völdum blöndu af áfengi og lyfinu Rophypnol mánuði fyrir. Hann var háður heróíni og öðrum fíkniefnum og fór hegðun hans algjörlega úr böndunum vikurnar fyrir sjálfsvígið. Eiginkona hans og fjölskylda gerðu allt sem þau gátu til hjálpar og að beiðni þeirra fór Cobain í meðferð í mars. Hann gekk aftur á móti út nokkrum dögum síðar, þann 30. mars, án þess að láta nokkurn vita. Hann lést 6 dögum síðar.  Kurt Cobain skildi eftir bréf sem var nokkuð ruglingslegt en endaði á orðunum;  It’s better to burn out than to fade away“.

Brian Jones

Brian Jones var einn af stofnendum Rolling Stones árið 1962 og reyndar er nafn sveitarinnar hans hugarfóstur. 

Brian Jones

Hann var magnaður tónlistarmaður sem lék á fjölda hljóðfæra og almennt er á svo litið að Jones, ásamt Keith Richards, hafi skapað þann einstaka stíl sem enn einkennir Rolling Stones. Jones varð aftur á móti sífellt háðari áfengi og vímuefnum, skapsveiflur jukust og mætti hann seint og illa á æfingar og í upptöku. Svo fór að aðrir meðlimir Rolling Stones gáfust upp á honum og viku honum úr hljómsveitinni árið 1969. Hann fannst látinn í sundlaug við heimilið sitt það sama ár, auðvitað 27 ára að aldri. Enn þann dag í dag er dauði Jones sveipaður dulúð og margir efast um opinbera niðurstöðu um drukknun í kjölfar  fíkniefnanotkunar. Jafnvel meðlimir Rolling Stones efast og hefur Keith Richards látið hafa eftir sér að eitthvað ,,andstyggilegt“ hafi átt þátt sinn í dauða Jones, þótt hann viti ekki hvað. 

Jimi Hendrix

Föstudaginn 18. september árið 1970 var hinn magnaði gítaristi, Jimi Hendrix, í heimsókn hjá kærustu sinni í London. Snemma um kvöldið sagðist vilja fara að sofa og tók svefntöflur sem hann skolaði niður með rauðvíni. Enginn veit hversu margar töflur Hendrix tók, hugsanlega voru þær níu, auk þess sem hann hafði neytt LSD fyrr um daginn. Svefnlyfið var sterkt barbitúrat, það sterkt að hálf tafla hefði svæft fullorðinn mann í átta klukkustundir. Jimi Hendrix, 27 ára, vaknaði aldrei aftur. 

Janis Joplin

Joplin lést þremur vikum á eftir Hendrix. Hún dó ein á hótelherbergi rétt eftir að hafa tekið upp eitt af sínum síðustu lögum,„A Woman Left Lonely“.

Janis Joplin

Lagið lýsir á átakanlega hátt einmanaleika hennar og ástarsorg sem hún var að ganga í gegnum.  Þessi 27 ára súperstjarna frá Texas fangaði heiminn með sinni mögnuðu, blúsuðu rödd og einstakri sviðsframkomu. En fíkniefnin, auk þunglyndis, héldu henni í heljargreipum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná edrúmennsku. Eftir komuna á hótelið eftir stúdióupptökur sprautaði hún sig með heróíni en það sem í raun varð Joplin að aldurtila var fall þegar að hún stóð upp af rúminu. Hún rak höfuðið í náttborðið og fannst látin morgunin eftir. 

Ronald McKernan

Ron ,,Pigpen“ McKernan var einn af stofnendum hljómsveitarinnar Grateful Dead. Hljómsveitarmeðlimir voru alræmdir fyrir ást sína á LSD en Pigpen hafði engan áhuga á því.

Ronald ,,Pigpen“ McKernan

Hann drakk áfengi og það mikið af því. Pigpen byrjaði að drekka tólf ára og í það miklu magni að hann var kominn með skorpulifur, magasár og fjölda annarra áfengistengdra kvilla um miðjan tvítugsaldurinn. Hann sat einn að drykkju í íbúð sinni í San Francisco þegar hann lést, 27 ára að aldri. Hann fannst tveimur dögum síðar. 

Jim Morrison

Jim Morrison

Jim Morrison var söngvari hljómsveitarinnar The Doors sem hann stofnaði ásamt vini árið 1965. Morrison varð tákn sinna tíma, kynþokkafullur uppreisnaseggur, sem tryllti lýðinn með sviðsframkomu sinni, oft ber að ofan. Morrison var einnig skáld og áhugamaður um heimspeki en eins og svo margir í ,,klúbbnum” varð fíknin honum að falli. Hann var staddur í París þegar hann sniffaði heróín sem hann taldi vera kókaín. Heróínið olli hjartaáfalli og lést Morrison samstundis, 27 ára að aldri. 

Amy Winehouse 

 Tónlistarheimurinn heillaðist þegar Amy Winehouse steig fram á sjónarsviðið, aðeins sextán ára gömul, fullmótuð sem listamaður. Jazzskotin tónlist hennar, blúsuð röddin og einstakt útlit gerðu hana síðan að súperstjörnu við útgáfu skífunnar Back to Black árið 2006. Hún var þá 23 ára gömul. En Winehouse fannst frægðin oft á tíðum erfið og fór hún ekki í felur með það.

Amy Winhouse

Amy hafði frá unga aldri drukkið mikið áfengi en með frægðinni jókst áfengisneysla hennar hratt. Árið 2007 giftist hún Blake FielderCivil, sem margir aðdáendur vilja telja að hafi verið henni að falli. Það má teljast vafasamt að setja alla sök á FielderCivil en staðreyndin er engu að síður sú að leiðin lá aðeins niður á við fyrir Winehouse eftir að hafa játast honum. Sennilegast var það hann sem kynnti hann hana fyrir heróíni og kókaíni sem hún hún fór að neyta daglega. Á örskömmum tíma fór heilsu Winehouse að hraka hratt og varð hún svo að segja ófær um að koma fram opinberlega. Amy Winehouse lést á heimili sínu í London 23. júlí, 2011, 27 ára gömul. Dánarorsök hennar var áfengiseitrun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu