fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Helstu tíðindi frá Úkraínu – Rússneskar hersveitir hraktar 30 km frá Kyiv

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. mars 2022 05:32

Úkraínskir hermenn við brunnið rússneskt ökutæki. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er einn mánuður síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Hernaður þeirra hefur ekki gengið eins og þeir lögðu upp með. Svo virðist sem rússneski herinn glími við stjórnunarvanda, vandræði í birgðaflutningum, lítinn baráttuvilja hermanna og miklu meiri mótspyrnu úkraínsku varnarsveitanna en reiknað var með.

Hér er stutt yfirlit yfir það helsta sem erlendir fjölmiðlar hafa sagt um málefni Úkraínu síðustu klukkustundir.

Bandaríska varnarmálaráðuneytið segir að rússneskar hersveitir hafi verið hraktar rúmlega 30 km austur fyrir Kyiv síðasta sólarhring. Rússnesku hersveitirnar eru sagðar vera farnar að koma sér fyrir í varnarstöðu. Það eru úkraínskar hersveitir sem hröktu þær rússnesku lengra frá höfuðborginni.

The New York Times segir að í Hvíta húsinu sé búið að setja upp sérfræðingahóp sem á að undirbúa viðbrögð Bandaríkjanna og bandamanna þeirra ef Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, ákveður að beita kjarnorkuvopnum, efnavopnum eða lífefnavopnum í Úkraínu.

Breska varnarmálaráðuneytið segir að úkraínskar hersveitir hafi sótt að rússneskum hersveitum norðaustan við Kyiv síðustu klukkustundir og sé sóknin vel heppnuð. Hún munu líklega gera rússnesku hersveitunum erfitt fyrir við að endurskipuleggja sig og hefja sókn að Kyiv á nýjan leik.

Bretar ætla að senda Úkraínumönnum 6.000 flugskeyti til viðbótar þeim sem þeir hafa sent fram að þessu. Í gær skýrðu sænsk stjórnvöld frá því að þau sendi 5.000 skriðdrekaflugskeyti til Úkraínu en þau höfðu áður sent svipað magn þangað.

Rússnesk stjórnvöld hafa lokað fyrir aðgang að Google News vegna frétta af stríðinu í Úkraínu. Rússneska Interfax fréttastofan segir að lokað hafi verið fyrir aðgang að fréttaþjónustu Google því þar hafi verið birtir tenglar á ósannar fréttir um stríðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“
Fréttir
Í gær

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings