fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Brjálaður Pútín sagður á nornaveiðum í innsta hring Kreml

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. mars 2022 05:18

Er þetta að springa í andlitið á Pútín? Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagt er að margir í innsta hring Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, horfi nú smeykir yfir öxl sér af ótta við forsetann sem er sagður vera á nornaveiðum í Kreml. Hann er sagður ætla sér að finna þann sem ber ábyrgð á klúðrinu í innrásinni í Úkraínu. Hernaður sem átti aðeins að taka nokkra daga en hefur nú staðið yfir í  mánuð án þess að Rússar hafi náð þeim markmiðum sem þeir höfðu sett sér. Þeir eru víðs fjarri því.

Mirror segir að Pútín sé öskureiður og hafi hrundið nornaveiðum af stað meðal nánustu samstarfsmanna sinna til að finna „þá seku“, þá sem bera ábyrgð á misheppnaðri hernaðartaktík. Hann er sagður vera æfur af reiði yfir að hernaðaráætlunum Rússa hafi verið lekið til Vesturlanda sem hafi aftur komið þeim í hendur Úkraínumanna.

Hin misheppnaða hernaðartaktík Rússa er sögð aðalástæðan fyrir að nokkrir af æðstu hershöfðingjum landsins hafa fallið í stríðinu.

Pútín er sagður vera orðinn ósáttur við náinn bandamann sinn og vin Sergei Shoigu varnarmálaráðherra sem ber ábyrgð á hernaðinum.

Alexander Bortnikov, yfirmaður leyniþjónustunnar FSB, og bandamaður Pútíns árum saman er einnig sagður vera undir vaxandi þrýstingi frá Pútín og það sama á við um Valery Gerasimov formann herráðsins.

Igor Kostyukov, varaforingi herráðsins, er einnig sagður í hættu á að missa starf sitt vegna reiði Pútíns.

Mirror hefur eftir heimildarmanni að Pútín sé brjálaður yfir að bandarískar og breskar leyniþjónustustofnanir virtust alltaf vita um næstu skref rússneska hersins og hafi spáð fyrir um innrásina áður en hann hafi samþykkt hana opinberlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki