fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Björn Ingi er kominn til Úkraínu – „Ótrúleg upplifun“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. mars 2022 12:36

Skjáskot/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Ingi Hrafnsson á Viljanum er kominn til Úkraínu þar sem hann er að vinna að umfjöllun um stríðið og hefur boðið íslenskum fjölmiðlum að kaupa efni af sér.

Hann birtir myndskeið á Facebooksíðunni sinni bæði frá Póllandi og Úkraínu. Áður en hann fór yfir landamærin kom hann við í Przemyśl í Póllandi og segir það hafa verið magnaða upplifun að spjalla við flóttafólkið sem var að koma frá Úkraínu, og að sögurnar sem hann hafi heyrt séu þannig að hann eigi eiginlega ekki orð.

„Ótrúleg upplifun að spjalla við fólk sem þarf að yfirgefa allt sitt með 1-2 töskur og fullkomna óvissu um framtíðina. Grátandi mæður með lítil börn,“ skrifar hann.

„Fólk er að koma þaðan sem það er búið að vera sambandslaust við umheiminn í marga daga, rafmagnslaust, vatnslaust, allslaust og er núna farið að segja sögu sína. Ég var líka í nótt að fylgjast með flóttamannamiðstöðinni þar sem verið var að taka á móti flóttamönnum í alla nótt,“ segir hann í myndskeiði en síðan lá leiðin til Úkraínu.

Björn Ingi fékk far yfir landamærin með hjálparstarfsfólki og sat innan um birgðapoka sem verið var að fara með til Úkraínu en bíllinn myndi síðan flytja fólk til Póllands á bakaleiðinni.

Hann er nú kominn til Lviv í vesturhluta Úkraínu. „Pínu svefnlaus, en spenntur fyrir næstu dögum. Búið að kenna mér á loftvarnarbyrgið og hér er útgöngubann frá 10 á kvöldin til sex að morgni. Þá mega engin ljós sjást úr íbúðinni og slökkva þarf á sjónvarpinu,“ skrifar Björn Ingi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Konan sem segist vera Madeleine McCann handtekin – Fór að heimili foreldranna og sendi sífelld skilaboð

Konan sem segist vera Madeleine McCann handtekin – Fór að heimili foreldranna og sendi sífelld skilaboð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska liðið tilnefnt sem lið ársins – Þú getur kosið hér

Íslenska liðið tilnefnt sem lið ársins – Þú getur kosið hér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“