fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Fréttir

Sonur Ingu Sæland kominn í stjórn ríkisfyrirtækis – „Ekki verður betur séð enn að frændhygli hafi ráðið miklu um þessa skipun“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 23. mars 2022 15:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Íslandspósts tók miklum stakkaskiptum á dögunum en nánast öllum stjórnarmönnum ríkisfyrirtækisins var skipt út. Frá þessu greinir Innherji í dag. 

Auður Björg Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fjártæknifélagsins Two Birds, mun halda sæti sínu í stjórninni en Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, Gísli Sigurjón Brynjólfsson, Guðný Hrund Karlsdóttir og Baldvin Örn Ólason koma í stað þeirra sem skipt var út.

Innherji vekur athygli á því að Baldvin Örn er sonur Ingu Sæland, þingkonu og formanns Flokks fólksins. „Á veraldarvefnum finnast engar upplýsingar um menntun eða starfsreynslu hans, að undanskildri einni frétt frá árinu 2018 þar sem hann er titlaður verkefnastjóri Flokks fólksins,“ segir í fréttinni.

Baldvin Örn var á lista Flokks fólksins í þingkosningum árið 2016, hann var í 5. sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Á upplýsingasíðu RÚV um Baldvin fyrir kosningarnar er ekki miklar upplýsingar að finna. Hann er titlaður sem ráðgjafi en ekkert er sagt um fyrri störf eða menntun hans. Þá fylgir ekki með mynd af Baldvini eins og sjá má á skjáskotinu hér fyrir neðan.

Skjáskot/RÚV

„Ekki verður betur séð enn að frændhygli hafi ráðið miklu um þessa skipun enda er sægur af þrautreyndu fólki í atvinnulífinu sem unnt hefði verið að leita til. Þetta er þörf áminning um að eigendastefnu ríkisins sé ábótavant. Ótrúlegt en satt vantar enn lýsingu á faglegu ferli við tilnefningu einstaklinga í stjórn ríkisfyrirtækja á borð við Íslandspóst sem veltir 7,5 milljörðum króna á ári.“

Stjórnlaun hjá Íslandspósti eru 177 þúsund krónur á mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meirihlutinn telur fréttaflutning gagnvart Ásthildi Lóu hafa verið ósanngjarnan

Meirihlutinn telur fréttaflutning gagnvart Ásthildi Lóu hafa verið ósanngjarnan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook-síða Egils logar eftir skrif hans um sjálfsafgreiðslukassa

Facebook-síða Egils logar eftir skrif hans um sjálfsafgreiðslukassa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfs­fólki sárnaði um­fjöllunin: „Ekki í höndum heil­brigðis­stofnana að út­vega ein­stak­lingum gistingu“

Starfs­fólki sárnaði um­fjöllunin: „Ekki í höndum heil­brigðis­stofnana að út­vega ein­stak­lingum gistingu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viðbúnaður í Vesturbæ – Leita að einstaklingi meðfram Ægissíðu

Viðbúnaður í Vesturbæ – Leita að einstaklingi meðfram Ægissíðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“