Það voru liðsmenn Azov herdeildarinnar, sem sér um varnir Maríupól, sem sátu fyrir skriðdrekanum og tóku myndbandið upp. Á upptökunni sést að þeir skjóta á tvö rússnesk farartæki. Annað þeirra er BTR–82A sem er brynvarið liðsflutningatæki og hitt er T–72B3 skriðdreki.
Myndbandið er tekið frá sjónarhorni skyttu á BTR-4 ökutæki úkraínska hersins en það er brynvarið ökutæki með 30 mm byssu. Henni er fjarstýrt.
Árásin var að sögn gerð þann 11. mars síðastliðinn í Kreminna í Luhansk.