fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

Helstu tíðindi næturinnar frá Úkraínu – Segja frétt ranga og deilingu veðurfarsupplýsinga hætt

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. mars 2022 04:55

Myndir af föllnum úkraínskum hermönnum hafa verið hengdar upp í kirkju í Lviv. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stríðið í Úkraínu geisar enn af miklum krafti. Rússneski innrásarherinn er nær kyrrstæður og hefur verið dögum saman. Mat sumra hernaðarsérfræðinga er að hann sé að niðurlotum kominn og eigi í erfiðleikum með birgðaflutninga og einnig sé baráttuandi hermannanna lítill.

Hér er yfirlit yfir helstu fréttir næturinnar af málefnum Úkraínu.

Úkraínskir saksóknarar hafa hafið rannsókn á morði og nauðgun á úkraínskum hjónum en rússneskur hermaður er grunaður um ódæðisverkið. Í fréttatilkynningu frá saksóknurum kemur fram að hermaðurinn sé grunaður um að hafa drepið úkraínskan karlmann og síðan nauðgað eiginkonu hans.

Volodymyr Zelenskyy, Úkraínuforseti, segir að friðarviðræður við Rússa séu erfiðar en þeim miði aðeins áfram.

Rússnesk yfirvöld segja að frétt sem birtist á vefsíðu rússnesks vefmiðils á mánudaginn um að 10.000 rússneskir hermenn hefðu fallið í stríðinu í Úkraínu sé röng. Ritstjóri blaðsins segir að tölvuþrjótar hafi brotist inn á vefsíðuna og sett „falsfrétt“ um þetta inn.

Volodymyr Zelenskyy segir að rússneskir hermenn hafi tekið bílalest, svokallaða mannúðarlest, til fanga. The Guardian skýrir frá þessu. Ekki kemur fram hvort fólk eða varningur var flutt með lestinni en bílstjórar voru teknir til fanga af Rússum sagði Zelenskyy á Telegram.

Evrópska veðurfræðisstofnunin hefur ákveðið að hætta að láta Rússum veðurfarsgögn í té. Ástæðan er að slík gögn geta skipt máli ef nota á efna- eða lífefnavopn. Þetta kemur fram á Twitteraðgangi hvítrússneska miðilsins Nexta en hann er andsnúinn stjórnvöldum í Hvíta-Rússlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Í gær

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“
Fréttir
Í gær

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“
Fréttir
Í gær

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins
Fréttir
Í gær

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna