Guðrún Helgadóttir, einn ástsælasti rithöfundur Íslands, fyrrverandi alþingismaður og forseti Alþingis, lést í nótt á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík. Guðrún var 86 ára að aldri en hún fæddist í Hafnarfirði 7. september 1935. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandenum hennar. Guðrún lætur eftir sig fjögur börn, Hörð, Þorvald, Helgu og Höllu.
Árið 1974 gaf Guðrún út sína fyrstu bók um Jón Odd og Jón Bjarna en síðan þá hefur hún verið einn vinsælasti barnabókahöfundur Íslands. Alls gaf hún út 26 bækur sem voru aðallega ætlaðar börnum og unglingum en óhætt er að segja að heilu kynslóðirnar hér á landi hafi mótast af þeim.
Bækurnar sem Guðrún skrifaði skiluðu henni fjölda verðlauna. Til að mynda vann hún Norrænui barnabókaverðlaunin, Barnabókaverðlaun skólamálaráðs Reykjavíkur og Bókaverðlaun barnanna. Þá vann hún árið 2005 Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framlag sitt til íslenskrar tungu.