Skjöl sem fundust á hermönnunum sýna að þeir hétu Konstantin Druzhkov, Islam Abduragimov og Shamil Aselderov. Skjölin fundust í brynvörðu ökutæki sem þeir voru í þegar þeir voru felldir.
Spetsnaz GRU eru taldar bestu hersveitir Rússar og voru sveitirnar sendar til Úkraínu til að skelfa landsmenn og auðvitað taka þátt í stríðinu. Mirror hefur eftir heimildarmönnum að fyrrnefndir þremenningar hafi verið felldir af liðsmönnum Azovsveita úkraínska hersins.
Druzhkov hafði barist í Donbas síðan 2014 og notaði dulnefnið Konstantin Dzhugashivili á samfélagsmiðlum. Dzhugashvili var ættarnafn hins grimma Jósef Stalín sem stýrði Sovétríkjunum með járnhendi á síðustu öld. Druzhkov hafði því fengið viðurnefnið Stalín.
Spetsnaz GRU sveitirnar eru alræmdar í Rússlandi og víðar. Það voru liðsmenn þeirra sem stóðu að baki morðtilrauninni við Sergei Skripal í Salisbury á Englandi fyrir fjórum árum.
Á tímum kalda stríðsins táldró Yevgey Ivanov, liðsmaður Spetsnaz GRU, Christine Keeler, sem var ástkona John Profumo varnarmálaráðherra. Það varð til þess að ríkisstjórn íhaldsmanna hrökklaðist frá völdum.
Spetsnaz GRU hefur því komið víða við í gegnum tíðina.