fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Ástarsaga úr stríðinu – Breskur ökukennari bjargaði Svetlönu frá Úkraínu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. mars 2022 18:32

Svetlana og Mike. Mynd/Mike Ferrell.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskur ökukennari ók þúsundir kílómetra til að bjarga kærustunni sinni og tveimur börnum hennar frá Úkraínu.

Ökukennarinn Mike Farrell ók frá Durham-sýslu í Norðaustur-Englandi til borgarinnar Khmelnytskyi í vesturhluta Úkraínu til að sækja kærustuna sína, Svetlönu Yanyk, og börnin hennar tvö, tólf ára son og ellefu ára dóttur, og bjarga þeim frá stríðshrjáðu landinu.

Khmelnytskyi er austan við landamæraborgina Lviv en þaðan ók Mike með hópinn til Hollands þar sem þau bíða eftir landvistarleyfi. Alls hefur ferðalag Mike numið um fimm þúsund og fimm hundruð kílómetrum.

Mike og Svetlana kynntust fyrir 18 mánuðum þegar hann var að keyra um Evrópu.

Óttaslegin börn í neðanjarðarbyrgi

„Ég sagði við Svetlönu að ég ætlaði að koma og fara með þau til Bretlands. Ég sagði nemendum mínum að það væri engin ökukennsla næstu vikuna,“ segir Mike í samtali við BBC.

Svetlana og börnin hennar voru í rúmlega 300 kílómetra fjarlægð frá Lviv, borginni sem þótti lengi vel vera griðastaður.

Mike segir að mamma Svetlönu hafi ekki viljað koma og sonur hennar sem er yfir átján ára aldri hafi ekki mátt yfirgefa Úkraínu því allir karlmenn yfir þeim aldri þurfa að taka þátt í að verja landið sitt.

Hann var tvær nætur í Úkraínu áður en þau lögðu af stað úr landi. „Við þurftum að fara í neðanjarðarbyrgi um leið og það heyrðist í loftvarnarflautum. Í eitt skiptið vorum við þar samfleytt í sex klukkutíma. Maður sá hvað börnin voru óttaslegin,“ segir hann.

„Ég er engin hetja“

Mike vonast til þess að kærastan hans og börnin hennar fái vegabréfsáritun til Bretlands. Þau hafast nú við á hóteli í Hollandi og eru búin að skrifa undir alla nauðsynlega pappíra.

„Ég hélt að ég gæti bara farið með þau til Bretlands og það yrði síðan fundið út úr pappírsvinnunni þegar við værum komin,“ segir hann.

„Ég elska þessa konu og ég vildi bara bjarga þeim. Ég er engin hetja. Þetta snýst umað bjarga fjölskyldu.“

Bresk yfirvöld hafa verið gagnrýnd, meðal annars af eigin ráðherrum, fyrir að taka hægt og seint á móti fólki sem er að flýja stríðið í Úkraínu.

Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa þegar um þrjár milljónir flúið Úkraínu síðan Rússland hóf árásir á landið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök