fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Vítalía komin með tíma hjá kærumóttöku kynferðisbrota

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 22. mars 2022 09:52

Vítalía Lazareva - Skjáskot úr Eigin Konum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víta­lía Lazareva er komin með tíma hjá kærumóttöku lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna kynferðisbrota. Hún deilir á Twittersíðu sinni mynd af kvittun frá kærumóttökunni og segir: Stór dagur í dag fyrir mig og vonandi betra samfélag.

Vítalía kom fram í þættinum Eigin konur í ársbyrjun þar sem hún greindi frá því að þjóðþekktir menn hefði brotið á henni kynferðislega í sumarbústaðarferð, þeirra á meðal giftur maður sem hún átti þá í ástarsambandi við.

 

 

Mennirnir í umræddri sumarbústaðarferð voru Arnar Grant, þáverandi ástmaður hennar, Ari Edwald, Þórður Már Jóhannesson og Hreggviður Jónsson. Þá sagði hún einnig að þjóðþekktur maður hefði brotið á sér í golfferð þar sem hún var gestur Arnars, en sá maður er Logi Bergmann. Allir þessir fimm menn hafa síðan ýmist stigið til hliðar í sínum störfum, farið í ótímabundið leyfi eða verið sagt upp. Bæði Hreggviður og Logi hafa neitað því opinberlega að hafa gerst brotlegir við lög.

Vítalía hefur ekki svarað fyrirspurn DV vegna málsins en fréttin verður uppfærð ef svör berast.

Samantekt á máli dagsins – Fimm þjóðþekktir karlmenn stíga til hliðar í kjölfar ásakana ungrar konu um kynferðisbrot

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“