Þegar hann kom að landamærunum 42 klukkustundum síðar hafði hann lagt 1.063 kílómetra að baki. Þetta er auðvitað ansi góður hjólreiðatúr, meira að segja fyrir atvinnumann í hjólreiðum eins og hann er.
Hann safnaði áheitum í tengslum við ferðina og rennur söfnunarféð til Ukraine Crisis Relief Fund. Í heildina söfnuðust sem nemur um 30 milljónum íslenskra króna. Markmiðið var að safna sem nemur um sjö milljónum íslenskra króna og því er óhætt að segja að áheitasöfnunin hafi gengið mjög vel.
Á leiðinni stoppaði hann ekki nema til að borða og sinna kalli náttúrunnar.
Í samtali við Cycling News sagði Morton að hugmyndin með ferðinni hafi verið að safna peningum og að vekja athygli á þeirri staðreynd að stríðið sé ekki langt í burtu, það sé í hjólafæri.