fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Mun færri 15 ára stúlkur stunda kynlíf en áður – Lítil smokkanotkun vonbrigði

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. mars 2022 09:00

Það má ekki bara halda áfram endalaust.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá árinu 2006 hefur hin alþjóðlega rannsókn Heilsa og lífskjör skólabarna (Health Behaviour in School-Aged Children) verið lögð fyrir hér á landi. Í síðustu könnun sögðust 24% 15 ára stúlkna og 27% 15 ára stráka hafa stundað kynlíf. Þetta er lægra hlutfall en í könnunum þar á undan.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Þegar könnunin var lögð fyrri 2006 sögðust 36% íslenskra stúlkna í 10. bekk hafa stundað kynlíf og 29% stráka. Hlutfall stúlknanna hefur því lækkað um þriðjung en aðeins lítillega hjá strákunum.

Niðurstöðurnar hér á landi eru í samræmi við heildarniðurstöður rannsóknarinnar í Evrópu og Norður-Ameríku þar sem hlutfall 15 ára unglinga sem hafa einhvern tíma haft samfarir lækkar úr 27% 2006 niður í 19%. Þetta hefur Fréttablaðið eftir Ársæli Arnarssyni, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, sem er faglegur stjórnandi íslensku rannsóknarinnar.

„Kynferðisleg virkni er eðlilegur fylgifiskur kynþroskans sem unglingar ganga í gegnum. Fyrstu skrefin geta hins vegar verið flókin og ef þau eru tekin áður en einstaklingurinn er tilbúinn þá geta af leiðingarnar verið neikvæðar,“ er haft eftir honum. Hann sagði jafnframt að þeir krakkar sem byrja snemma að stunda kynlíf séu líklegri til að leiðast út í áhættuhegðun.

Hvað varðar það að færri unglingar byrji snemma að stunda kynlíf sagði hann að ástæðuna sé ekki að finna í heimsfaraldrinum því þessi þróun hafi verið byrjuð áður en hann skall á. Líklega hafi minnkandi áfengisneysla unglinga mikið að segja í þessu en drykkja íslenskra unglinga hefur minnkað mikið síðustu áratugi og sama þróun hefur orðið í samanburðarlöndum en þó ekki eins afgerandi og hér á landi. „Kannski má orða það svo að ófullir unglingar taki betri ákvarðanir,“ sagði Ársæll.

Hann sagði það mikil vonbrigði hversu lítil smokkanotkunin væri í þessu aldurshópi en 18% sögðust hafa notað smokk við síðustu samfarir. Hann sagði þetta auðvitað koma fram í hárri tíðni kynsjúkdóma hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök