fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Helstu tíðindi næturinnar frá Úkraínu – Telja að Rússar nái Maríupól á sitt vald innan nokkurra vikna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. mars 2022 07:05

Lík úkraínsks hermanns flutt í líkhús. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gengur lítið hjá Rússum í sókn þeirra í Úkraínu nema við borgina Maríupól en rússneskar hersveitir hafa umkringt borgina og láta flugskeytum og stórskotaliðshríð rigna yfir hana. Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War telur að Rússar muni ná borginni á sitt vald innan nokkurra vikna.

BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að hugveitan segi að rússneskar hersveitir hafi hægt og bítandi náð árangri í orustunni um borgina og því megi reikna með að þær nái henni á sitt vald á næstu vikum. Í stöðuskýrslu breska varnarmálaráðuneytisins, sem var birt í morgun, kemur fram að úkraínsku varnarsveitirnar hafi fram að þessu náð að hrinda árásum Rússa á borgina sem er nær rústir einar eftir árásir Rússa.

Úkraínska leyniþjónustan segist hafa komið í veg fyrir morðtilræði við Volodymyr Zelenskyy forseta. Segir leyniþjónustan að hópur rússneskra útsendara, undir forystu leyniþjónustumanns, hafi verið handtekinn í bænum Uzjhorod sem er við landamæri Úkraínu, Slóvakíu og Ungverjalands. Dpa skýrir frá þessu.

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, staðfesti í gærkvöldi að Rússar hafi notað ofurhljóðfrá flugskeyti í árásum sínum á Úkraínu. CNN segir að hann hafi sagt að ómögulegt sé að granda slíkum flugskeytum og það sé ástæða fyrir að Rússar séu farnir að nota þau.

Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseti, telur útilokað að hægt sé að semja um frið án þess að Úkraínumenn fundi með Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Hann sagði jafnframt að ljóst sé að Úkraína geti ekki gengið í NATO. Hann sagðist reiðubúinn til að falla frá aðildarumsókn Úkraínu að NATO gegn því að samið verði um vopnahlé og að rússneskar hersveitir dragi sig frá Úkraínu og að öryggi Úkraínu verði tryggt.

96 ára Úkraínumaður, Borys Romanchenko, var drepinn í loftárás Rússa á Kharkiv á föstudaginn. Fjölskylda hans skýrði frá þessu að sögn BBC. Romanchenko lifði af dvöl í útrýmingarbúðum nasista í síðari heimsstyrjöldinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök