fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Vill að fjórir Íslendingar stjórni samningsviðræðum Úkraínu og Rússlands – „Ég bið þessa fjóra menn um að ræða saman“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 22. mars 2022 10:25

Gunnar (fyrir miðju) vill að fjórir Íslendingar komi að samningsviðræðum Úkraínu og Rússlands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Augu flestra bein­ist nú að ástandi mála í Úkraínu. Drag­ist stríðsástand þar á lang­inn má bú­ast við aukn­um hörm­ung­um og þján­ing­um fólks­ins sem þar býr. Ein­hvern tíma hlýt­ur þetta stríð, eins og öll önn­ur stríðsátök, að taka enda.“

Svona hefst pistill sem Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún, fræðimaður og bóka­höf­und­ur, skrifar en pistillinn birtist í Morgunblaðinu í dag.

Í pistlinum segir Gunnar að stríðinu hljóti að ljúka með samningum. „Væn­leg­ast til ár­ang­urs er að þeim mál­um stýri fólk með yf­ir­burðaþekk­ingu á sög­unni – bak­grunni átak­anna og geti skoðað mál­in frá sjón­ar­hóli allra,“ segir hann en bætir svo við að hann sé á því að engin þjóð eigi rétt á því að ráðast inn í önnur lönd.

Gunnar segir þá að til séu margir Íslenskir menn sem hafa „skarpari yfirsýn og meira innsæi en allur þorri manna“. Hann vill meina að fjórir Íslendingar ættu að stjórna samingaviðræðum Úkraínu og Rússlands. „Af öll­um þeim mörgu sem ég gæti nafn­greint, þá vil ég nefna fjóra, sem vegna þekk­ing­ar sinn­ar og víðáttu­sýn­ar ættu að stjórna – alla­vega að koma að – samn­ing­um Rússa og Úkraínu­manna, um var­an­lega lausn á því ástandi sem þar er nú.“

Mennirnir sem Gunnar nefnir eru Al­bert Jóns­son, fyrrum sendiherra og sérfræðingur í utanríkis- og varnarmálum, Bald­ur Þórhalls­son, prófessor í stjórnmálafræði og fyrrum varaþingmaður, Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, fyrrum forseti Íslands, og Val­ur Ingi­mund­ar­son, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.

„Þótt þess­ir menn hafi „víða komið við“ þá er þekk­ing þeirra og rétt­sýni slík, að átakaaðilar ættu að bera gæfu til þess að samþykkja aðkomu þeirra sem til­raun til lausn­ar á því skelfi­lega ástandi sem þar er nú. Ég bið þessa fjóra menn um að ræða saman – ég biðla til þeirra áhrifa­manna sem raun­veru­lega vilja frið og far­sæld þjóða og ein­stak­linga, að leita leiða til að koma þess­um mönn­um að fyrr­nefnd­um samn­inga­mál­um.“

Gunnar segir að það sé ljóst að þessir fjórir menn yrðu aldrei samþykktir af öðrum aðilanum ef þeir ættu að fara fram á vegum íslenskra stjórnvalda. „Þeir yrðu að ganga til verks á eig­in veg­um eða á veg­um alþjóðlegra og viður­kenndra friðarsam­taka,“ segir hann.

„Mörg­um mun finn­ast orð þess­ar­ar grein­ar fá­rán­leg og frá­leit. Við meg­um hins veg­ar aldrei úti­loka neitt fyr­ir­fram og að óreyndu. Allt rétt­hugs­andi fólk hlýt­ur að vona að nú­ver­andi ástandi í Úkraínu ljúki, en það ger­ist varla öðru vísi en með samn­ingsniður­stöðu. Því fyrr, því betra, ef við höf­um vel­ferð fólks í huga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt