fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Fundu undirofursta rússneska hersins á nærbuxunum og handsömuðu hann

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 22. mars 2022 12:46

Myndir/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Koshel Alexander Olegovich, undirofursti í rússneska hernum, hefur verið handsamaður af úkraínska hernum. Úkraínski fjölmiðillinn Ukrinform vekur athygli á handsömuninni en hermennirnir greindu sjálfir frá henni á Facebook-síðu sinni.

Í færslunni sem hermennirnir birtu er því haldið fram að Koshel sé leiðtogi sinnar deildar í rússneska hernum. „Enginn særðist af völdum árása óvinarins. Farið var með fangann í öruggt skjól,“ segja hermennirnir í færslunni.

Samkvæmt hermönnunum reyndu Rússar að bjarga undirofurstanum sínum en að það hafi ekki gengið. Þá segja þeir að ástæðan fyrir því að reynt var að bjarga honum sé sú að Koshel hafi verið í beinum og daglegum samskiptum við Mikhail Zusko, herforingja í rússneska hernum. „Nú mun Koshel gefa vitnisburð til gagnnjósnara okkar.“

Hermennirnir segja þá í færslunni að þeir hafi komið að Koshel á nærbuxunum. Þeir bæta því svo við að nærbuxurnar og sokkarnir sem Koshel klæddist þegar hann var handsamaður séu merkt Úkraínska hernum. „Sönnun þess að meðlimir rússneska hersins viti að jafnvel nærbuxur og sokkar úkraínska hersins eru betri en það sem fæst í hinum rómaða her Rússlands.“

Þá birtu hermennirnir myndir með færslunni en í þeim má sjá Koshel ásamt skírteinum hans og einkennismerki, Koshel virðist ekki vera neitt sérstaklega glaður á myndinni sem úkraínsku hermennirnir tóku af honum.

Myndirnar sem um ræðir má sjá hér fyrir neðan:

Mynd/Facebook
Mynd/Facebook
Mynd/Facebook
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök