fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Elsta dóttir Vladimir Pútín að skilja við eiginmann sinn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. mars 2022 22:00

Maria Vorontsova er talin vera elsta dóttir Vladimir Pútín

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónabandi elstu dóttur Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, virðist vera lokið í skugga Úkraínustríðsins sem faðirinn hefur á samviskunni.

Dr. Maria Vorontsova, 36 ára, er elsta dóttir Pútín og fæddist þegar Rússlandsforseti starfaði sem KGB-njósnari. Hún notar eftirnafn ömmu sinnar frekar en umdeilt nafn föðursins. Vorontsova er farsæll læknir en hún sérhæfir sig í sjaldgæfum erfðasjúkdómum barna. Hún átti sér þann draum að opna einkarekna meðferðastöð fyrir vellauðuga útlendinga nærri St. Pétursborg í Rússlandi en stríðsátökin sem faðir hennar kom af stað virðast hafa eyðilagt þær fyrirætlanir.

Voronstova hefur verið gift hollenskum athafnamanni, Jorrit Faassen. Í umfjöllun News.com kemur fram að talið sé að parið hafi skilið áður en stríðið hófst en þau eiga börn saman þó ekki komi fram hversu mörg. Faasen hefur starfað um árabil í Rússlandi, meðal annars hjá fyrirtækjunum Gazprombank-Invest og Stroytransgaz.

Mikil leynd hvílir yfir börnum Pútín og afkomendum þeirra. „Ég á mér einkalíf og ég leyfi ekki nein afskipti af því. Það þarf að virða,“ hefur Rússlandsforseti látið hafa eftir sér.

Hér er Pútín sagður fela ástkonu sína og börn

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt