„Hann er kominn út í horn,“ sagði Biden um Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, og sagði að nýlegar ásakanir Rússar um að Bandaríkin geymi efna- og lífefnavopn í Evrópu ekki vera réttar. „Það ábyrgist ég,“ sagði Biden þegar hann fundaði með bandarískum kaupsýslumönnum í Washington í gær.
Hann sagði einnig að Rússar hafi haldið því fram að Úkraína eigi efna- og lífefnavopn og það sé skýrt merki um að þeir séu að íhuga að nota bæði efna- og lífefnavopn.