Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Gylfa að búið sé að útvega nokkur hús á Bifröst undir úkraínskt flóttafólk og einnig íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Einnig hefur tekist að útvega nokkra sumarbústaði í Ölfusborgum.
Haft er eftir Gylfa að allt sé þetta á réttri leið. Hann sagði að flóttafólkið dvelji alltaf fyrst í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar en allt kapp sé lagt á að koma því í varanlegt húsnæði sem fyrst.