Skömmu fyrir klukkan eitt í nótt var tilkynnt um meðvitundarlausan ökumann í kyrrstæðri bifreið á miðri akbraut. Meðvitundarlausi ökumaðurinn reyndist ekki vera meðvitundarlaus heldur í mikilli vímu og annarlegu ástandi. Hann tók lögreglumönnum ekki fagnandi og sló til þeirra. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Einn ökumaður var handtekinn síðdegis í gær grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Hann reyndist einnig vera sviptur ökuréttindum.
Í Árbæ kom eldur upp í bifreið um miðnætti. Önnur bifreið skemmdist einnig vegna hitans.