Hann bætist því í hóp háttsettra rússneskra hershöfðingja sem hafa fallið í stríðinu til þessa.
The Sun segir að ekki liggi miklar upplýsingar fyrir um kringumstæðurnar þegar Paliy var felldur. Rússnesk yfirvöld hafa ekki staðfest að hann hafi fallið en The Sun segir að svo virðist sem Konstantin Tsarenko, starfsmaður við Sevastopol Nakhimov sjómannaskólann, hafi staðfest dauða Paliy.
Anton Geraschchenko, talsmaður úkraínskra yfirvalda, sagði í gærmorgun að Paliy hafi verið drepinn í bardaga en skýrði ekki nánar frá málsatvikum.
Paliy fæddist í Kyiv en neitaði að sverja úkraínska hernum hollustueið 1993 og fór til starfa hjá rússneska sjóhernum.