Ástæðan er að sögn að Pútín óttast að eitrað verði fyrir honum, að minnsta kosti heldur Daily Beast því fram.
Fram kemur að það séu lífverðir, hreingerningafólk og kokkar sem hafi fengið að fjúka.
Miðillinn hefur eftir leyniþjónustumanni að ekki sé ólíklegt að einhver muni reyna að ráða Pútín af dögum: „Pútín veit að fólk mun reyna að drepa hann. Að drepa Pútín er ekki auðvelt verkefni en hann veit að það verður reynt. Það hræðir hann.“
Hann sagði jafnframt að líklega verði morðtilræði við Pútín gert af einhverjum í innsta hring hans.