Það vakti nokkra athygli fyrr í þessum mánuði þegar Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, sendi forsætisnefnd Alþingis formlega beiðni þess efnis að orkudrykkurinn hvítur Monster væri seldur í matsal þingsins.
Forsætisnefnd Alþingis hefur borist mikilvægt erindi frá @gislio #stórumálin pic.twitter.com/sp77h60c90
— Píratar (@PiratarXP) March 9, 2022
Í dag birti Gísli síðan mynd úr matsalum þar sem glögglega má sjá hvítan Monster meðal annarra drykkja sem þar eru til sölu. Með myndinni skrifar Gísli að þetta sé fyrsta málið hans sem nái í gegn á Alþingi, en kann kom nýr inn eftir alþingiskosningarnar í haust.
Smári McCarthy, fyrrverandi þingmaður Pírata, er meðal þeirra sem skrifa við færsluna og hann segir: „Þetta er meiri á árangur en Brynjar Níelsson náði á öllum sínum þingferli.“
Fyrsta “málið” mitt sem “nær í gegn” á @Althingi #storumalin pic.twitter.com/UmJnYf9Tdd
— Gisli Olafsson (@gislio) March 21, 2022