fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Fimm helstu atburðir næturinnar í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. mars 2022 06:17

Verslunarmiðstöði Podilskyi í Kyiv varð fyrir sprengjum í nótt. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er tæpur mánuður síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Sókn þeirra hefur ekki gengið eins og þeir ætluðu og framsókn þeirra hefur víðast hvar verið stöðvuð eða stöðvast vegna erfiðleika þeirra sjálfra með birgðaflutninga. Einnig hefur mikið mannfall og tjón á hernaðartólum gert þeim erfitt fyrir.

Hér eru fimm helstu atriði næturinnar tengd stríðinu í Úkraínu.

Rússar gáfu Úkraínumönnum frest til klukkan 4 í nótt að staðartíma til að leggja niður vopn í Maríupól. Í staðinn buðust Rússar til að heimila fólki að yfirgefa borgina sem er nánast rústir einar. Iryna Veresjtsjuk, varaforsætisráðherra, sagði í nótt að uppgjöf kæmi ekki til greina og að Rússum hafi verið tilkynnt það. Maríupól er umsetin rússneskum hersveitum og barist hefur verið hús úr húsi í borginni síðustu sólarhringa. Fyrir stríð bjuggu um 400.000 manns í borginni.

Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, fordæmdi í nótt því sem er lýst sem „ránum og brottflutningi“ á Úkraínumönnum frá Maríupól. Fordæmingin kom í kjölfar ummæla úkraínsks þingmanns sem sagði að samlandar hennar væru neyddir til að flytja til „fjarlægra staða í Rússlandi“ til að vinna við aðstæður sem minna á þrælahald. Truss sagðist vera brugðið vegna þessa og hét því að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti verði látinn sæta ábyrgð vegna þessa. Fréttir um að mörg þúsund íbúar í Maríupól hafi verið nauðungarfluttir til Rússlands eru enn óstaðfestar.

Það var frekar rólegt á vígvöllunum í gær en í gærkvöldi gerðu Rússar sprengjuárásir á Kyiv, meðal annars á Podilskyi hverfið þar sem eru verslanir og íbúðarhúsnæði. Úkraínsk yfirvöld segja að minnst fjórir hafi látist í árásunum.

Volodymyr Zelenskyy, Úkraínuforseti, segir að Ísraelsmenn vinni hörðum höndum að því að koma leiðtogafundi Úkraínumanna og Rússa á. Hann gaf í skyn að hugsanlega verði fundað í Jerúsalem.

Loftárás Rússa á borgina Sumy í nótt varð til þess að ammóníakleki kom upp í borginni. Hann nær í um 2,5 km radíus frá efnaverksmiðjunni að sögn héraðsstjórans í Sumy. Íbúum tveggja þorpa hefur verið ráðlagt að leita skjóls neðanjarðar og hafa rakan klút fyrir vitum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök