fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Rússar láta sér ekki nægja sprengjuárásir á Mariupol – Sagðir nota vopn hönnuð til að bræða innyfli

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 20. mars 2022 14:00

Frá Mariupol í gær. Mynd/BBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árásir  Rússa á úkranísku hafnarborgina Mariupol eru stríðsglæpur sem aldrei mun gleymast, að sögn forseta Úkraínu, Volodymyr Zelenskyy.  Samkvæmt yfirvöldum í Mariupol söfnuðu rússneskar hersveitir saman þúsundum íbúum borgarinna fyrir helgi og hefur fólkið neytt yfir landamærin til Rússlands í vikunni þar sem því er lýst í rússneskum fjölmiðlum sem ,,flóttafólki frá harðstjórn Úkraínu“.

Sprengja upp skóla

Borgaryfirvöld í Mariupol segja einnig að Rússar hafi sprengt upp skóla í borginni í gær þar sem 400 manns höfðu leitað sér skjóls. Ekki er vitað hvort einhverjir séu enn á lífi í rústum skólans. Breska blaðið Daily Mail segist hafa heimildir fyrir að fram hafi komið skelfilegar myndir sem sýni rússneskar flugvélar skjóta á rústirnar með sprengjum, til þess hönnuðum bræða innyfli. Aftur á móti hefur illa gengið að fá staðfestingar á hörmungunum í Mariupol vegna þess að svo að segja allt net- og símasamband við borgina liggur niðri.

Fjöldi fastur í rústunum

Yfir 1300 manns munu einnig hafa leitað skjóls í leikhúsi í Mariupol á meðan loftárásirnar gengu yfir. Talið er að leikhúsið hafi orðið fyrir miklum skemmdum en ekki er enn vitað um mannfall. Þó er álitið að töluverður fjöldi sé enn á lífi og fastur inni í rústum byggingarinnar.

,,Það er þvílíkur glæpur að koma svona fram við friðsama borg að því mun ekki verða gleymt næstu aldir“, sagði Zelenskyy um atburðina í Mariubol. Hann sagði einnig friðarviðræður við Rússa vera nauðsynlegar þótt þær yrðu hvorki ,,þægilegar né auðveldar“. Zelensky átt langt samtal við Emmanuel Macron, forseta Frakklands í gær um komandi fundi Rússlands og Úkraínu en Frakkar hafa lofað að vera innan handar við hugsanlegar viðræður.

,,Senda eigið fólk til slátrunar“

Zelensky segir Rússa ekki einu sinni hafa fyrir að sækja lík fallinna hermanna sinna. ,,Þar sem bardagar hafa verið mjög harðir hrannast rússnesk lík upp og enginn sýnir vilja á að sækja þau.“ Zelensky sagði að í orustunni við Chornobayivka, í suðurhluta landsins, hafi Rússar ekki bakkað með sveitir sínar þrátt fyrir að Úkraínumönnum hafi tekist ekki sjaldnar en sex sinnum að hrekja herdeildir þeirra á brott.

Zelensky segir þetta dæmi um að Rússum sé jafn sama um eigin hermenn og íbúa Úkraínu. ,,Þeir halda bara áfram að senda sitt fólk til slátrunar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt