fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Jóhannes Björn Lúðvíksson fallinn frá

Ritstjórn DV
Laugardaginn 19. mars 2022 17:02

Jóhannes Björn Lúðvíksson féll frá þann 13. mars síðastliðinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Björn Lúðvíksson, rithöfundur og samfélagsrýnir, varð bráðkvaddur á heimili sínu í New York borg í Bandaríkjunum að morgni sunnudagsins 13. mars síðastliðinn.

Hann lætur eftir sig einn son, Róbert Jóhannesson, sem hann eignaðist með Þóru Ásbjörnsdóttur og eiginkonu sína Beth Sue Rose.

Jóhannes Björn var fæddur þann 30. nóvember 1949. Hann lét til sín taka af miklum krafti á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum allt til dánardægurs. Þá var hefur bók hans Falið vald verið lýst sem einni umtöluðustu þjóðmálarýni seinni áratuga.

Hann heillaðist af list skákborðsins ungur að árum og varð Reykjavíkurmeistari, 16 ára gamall. Jóhannes Björn var einn efnilegasti skákmaður sinnar kynslóðar og tefldi á Evrópumóti unglinga í Amsterdam árið 1969.

Foreldrar Jóhanns voru Jónína Jóhannesdóttir frá Kálfsárkoti í Ólafsfirði og Lúðvík Eggertsson fasteignasali frá Klukkulandi í Dýrafirði. Þau skildu þegar Jóhannes Björn var barn að aldri og ólst hann upp hjá móður á meðal fimm systkina og uppeldissystur að Hverfisgötu 32, í miðborg Reykjavíkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum
Fréttir
Í gær

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Banaslys á Þingvallavegi

Banaslys á Þingvallavegi