Condé Nast-ferðatímarit hefur birst lista yfir fallegustu smábæi Evrópu. Ísland á sinn fulltrúa á listanum því höfuðstaður Vestfjarða, Ísafjörður, er einn af þeim 26 smábæjum álfunnar sem var valinn af sérfræðingum tímaritsins.
Í umsögninni um Ísafjörð segir að bærinn sé umkringdur tignarlegum fjöllum. Minnst er á öfgana í veðurfari og því hafi Ísafjörður upp á eitthvað allt annað að bjóða en hefðbunda sólarleyfisstaði.
Guimarães, Portúgal – 152 þúsund íbúar
Český Krumlov, Tékkland – 13 þúsund íbúar
Lauterbrunnen, Sviss – 2500 íbúar
Eguisheim, Frakkland – 1700 íbúar
Bled, Slóvakía – 8000 íbúar
Mdina, Malta – 243 íbúar
Ronda, Spánn – 34 þúsund íbúar
Ribe, Danmörku – 8100 íbúar
Portree, Skotland – 2500 íbúar
Praiano, Ítalía – 2000 íbúar
Dinant, Belgíu – 13.500 íbúar
Giethoorn, Holland – 2600 íbúar
Hallstatt, Austurríki – 800 íbúar
Castle Combe, England – 350 íbúar
Assos, Grikkland – 100 íbúar
Kotor, Svartfjallaland – 13.200 íbúar
Þórshöfn, Færeyjum – 13 þúsund íbúar
Korcula, Króatía – 5.600 íbúar
Cobh, Írland – 12.800 íbúar
Reine, Lofoten-eyja – 300 íbúar
Kastraki, Grikkland – 560 íbúar
Sighișoara, Rúmenía – 26 þúsund íbúar
Castelluccio, Ítalía – 150 íbúar
Rothenburg ob der Tauber, Þýskaland – 11 þúsund íbúar
Flåm, Noregur – 350 íbúar