Bloomberg News skýrir frá þessu en miðillinn hefur séð greiningu um þetta frá Pentagon.
Í greiningunni kemur fram að mótspyrna Úkraínumanna og refsiaðgerðir Vesturlanda ógni getu Rússa til að framleiða nútímavopn. Það getur að mati ráðuneytisins leitt til þess að þeir grípi til alvarlegri aðgerða á borð við að hóta að beita kjarnorkuvopnum.
Pútín sagði í lok febrúar að hann hefði fyrirskipað þeim hersveitum, sem eru með aðgang að kjarnorkuvopnum, í hæstu viðbragðsstöðu.
Vestrænar leyniþjónustustofnanir og stjórnmálamenn hafa ítrekað skýrt frá áhyggjum sínum af að Rússar séu vísir til að beita efnavopnum í Úkraínu og hafa einnig haft áhyggjur af hugsanlegri kjarnorkuvopnanotkun þeirra. Samkvæmt rússneskum hernaðaráætlunum er oft gert ráð fyrir notkun svokallaðra vígvallakjarnorkuvopna en það eru litlar kjarnorkusprengjur sem eru sprengdar á vígvellinum.