fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Slapp undan hryllingnum í Mariupol – „Þeir sýna ykkur húsin sem brenna, en þeir sýna ykkur ekki hvernig fólkið brennur“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. mars 2022 22:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínsk kona sem slapp út úr borginni Maríupol á mánudag hefur deilt hrollvekjandi frásögn af aðstæðum þar, en borgin hefur verið umkringd af rússnesku herliði nánast síðan innrásin í Úkraínu hófst og eru aðstæður vægast sagt hræðilegar þar sem borgin hefur verið án rafmagns og vatns svo vikum skipti og sprengjum rignir þar bæði dag og nótt.

Konan, Kristina Dzholas, deildi sögu sinni á Facebook og hefur færsla hennar vakið mikla athygli. Verður gerð grein fyrir henni hér að neðan en hafa ber í huga að færslan er lauslega þýdd úr úkraínsku og varð við það stuðst við enska þýðingu hagfræðingsins Roman Sheremeta sem hann deildi á Twitter.

„Í gær yfirgáfum við Maríupol í miðri loftárás, á okkar eigin áhættu, við vörðum nóttinni út á túni, á gráu svæði. Það var frost úti og við þökkum guði að við erum á lífi. Við erum á lífi til að láta í okkur heyra og vekja athygli á því að allir sem eru enn inn í Maríupol þurfa á hjálp að halda!,“ segir Kristina.

Kristina segir að hún og fjölskylda hennar hafi ekki náð að komast út í gegnum rýmingarleiðir sem hafa verið opnaðar af mannúðarástæðum. Þau hafi þurft að koma sér sjálf út og áttu það á hættu að hafa ferðalagið ekki af.

„Við náðum ekki að rýmingarleiðunum, enginn fylgdi okkur út, við hlupum fyrir aftan bíla á meðan á okkur var skotið, við slóumst í hóp með öðrum og límdum „BÖRN!“ skilti á bílana okkar. Ég setti sjálf son minn inn í bílinn á meðan ég heyrði flugskeyti lenda í garðinum við hliðina. Enginn bjargaði okkur. Við björguðum okkur sjálf“

Enginn getur hjálpað þeim

Kristina segir að borgin sé búin að missa tengslin við umheiminn og byrgðir séu af skornum skammti.

„Það er ekkert síma- eða netsamband í borginni, ekkert vatn, ekkert gas, engir sjúkrabílar. Fólki sem hefur tapað útlimum blæðir í görðum sínum og enginn getur hjálpað þeim. Þetta er friðsamt fólk – kunningjar okkar og ættmenni. Þeir látnu liggja þar sem þeir létu lífið og ættmenni þeirra geta ekki fundið þá. Oft gerist þetta þegar fólk fer að leita að vatni, stendur í röð við brunna eða eldar sér súpu við opinn eld.

Já við erum að sækja okkur snjó, bræðum hann við varðeld og eldum pasta. Fjölskylda mín leitaði skjóls í skóla númer tvö, fyrir þremur dögum var gerð loftárás þar nærri og hluti glugganna sprakk, kona slasaðist á mjöðm. Hún lá alla nóttina á fyrstu hæðinni og grátbað um að fá eitur svo hún gæti losnað undan sársaukanum, það var enginn sem gat fært hana á sjúkrahús. Alla daga, alla nætur eru loftárásir, loftvarnaflautur, veggir skjálfa og óttinn grípur um sig um hvar næsta sprengja muni falla.“ 

Óvinurinn kom og gaf ekkert val

Kristina segir að það sé lítið að skjóli að finna í borginni og óttast Kristina um þá ástvini sem enn eru þar eftir.

„Það eru nánast engin skjól í borginni, ekki nægilega mörg neðanjarðarbyrgi með loftræstingu, í besta falli eru þetta kjallarar. Hús móður minnar hefur engan slíkan. Það þarf að koma fólki burt, konum, börnum, öldruðum. Koma þeim í rútur, búa til öruggar rýmingarleiðir. Þið verið að semja um þetta!! Ég bið fyrir ástvinum mínum, hverjum einstakling í Maríupol og úkraínskum hermönnum. Óvinurinn kom til okkar og gaf okkur ekkert val, en það er ekkert sem skiptir meira máli en mannslíf og þetta verður að stöðva!“

Enginn getur ímyndað sér aðstæður

Kristina segir að þegar snjórinn í borginni sé farinn þá komist fólk ekki lengur í vatn. Apótek og matvöruverslanir séu tómar eða hafi verið brennd til grunna. Hún segir að fólk haldi kannski að það viti hvernig aðstæður séu í borginni, en hún segir engan geta það nema hafa verið þarna.

„Núna þegar ég heyri í sírenum verð ég ekki hrædd, því það var ekkert rafmagn í Mariupol í 16 daga og þegar flugvélarnar vörpuðu sprengjunum á okkur, vissum við ekki af þeim. Í guðanna bænum stöðvið þetta!“

Kristina segist biða á hverjum degi fyrir Úkraínu en hún segir þó að það réttlæti ekki að átök eigi sér stað inn í borgum. Ástandið verði að stöðva og það þurfi að bjarga þeim sem enn eru fastir inni í borginni.

„Þeir sýna þér húsin sem brenna, en þeir sýna ykkur ekki hvernig fólkið brennur. Þarf ég að kveikja í sjálfri mér svo þið trúið því að þetta geti ekki gengið svona?“ 

Hún segir að þessar þrjár vikur síðan innrásin hófst hafi breytt öllu.

„Þessi 21 dagur hefur breytt öllum, allt er breytt. Svo mikið sem áður skipti máli skiptir engu máli núna og er einskis virði. Það eina sem skiptir máli er fólkið sem er enn í Maríupol og að þau geti hætt að skjálfa af ótta og hrylling.“

Kristina ræddi einnig við fréttastofu Sky News. En viðtalið má finna hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings