The Times skýrir frá þessu. Gavrilov er hershöfðingi í rússneska þjóðvarðliðinu Rosgvardia sem er oft sagt vera einkaher Vladímír Pútín forseta.
Rannsóknarmiðillinn Bellingcat fékk þær upplýsingar hjá heimildarmönnum að Gavrilov hafi verið handtekinn í gær af liðsmönnum FSB.
Daginn áður sagði Pútín að föðurlandssvikurum í Rússland „verði skyrpt út eins og litlum skordýrum“.