fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

„Flugrán“ í boði Pútín

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. mars 2022 05:31

Mynd úr safni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur staðfest lög sem heimila að hald sé lagt á farþegaflugvélar, sem rússnesk flugfélög eru með á leigu frá Vesturlöndum, og að heimilt verði að skrá þær og nota í innanlandsflugi í Rússlandi.

Með þessu geta Rússar lagt hald á um 500 farþegaflugvélar frá leigufyrirtækjum á Vesturlöndum.

Í umfjöllun bandaríska tímaritsins Fortune, sem sérhæfir sig í fréttum af fjármálaheiminum og viðskiptalífinu, er ekki skafið utan af hlutunum í lýsingu á þessum aðgerðum Rússa. „Flugrán“ er orðið sem er notað.

Fortune segir að með þessu séu Rússar að stela flugvélum að verðmæti 10 milljarða dollara.

Aðrir bandarískir fjölmiðlar nota vægara orðalag, til dæmis að Rússar leggi hald á vélarnar eða tryggi sér yfirráð yfir þeim.

Aviation24 segir að lögin hafi nú þegar orðið til þess að skráningu 180 farþegaflugvéla hafi nú verið breytt og séu þær nú skráðar í Rússlandi.

CNN segir að rússnesk flugfélög séu með 720 flugvélar sem eru framleiddar erlendis. 332 eru frá Boeing og 305 frá Airbus. Einnig eru rússnesku flugfélögin með 83 minni vélar frá Bombardier, Embraer og ATR. Fortune segir að 515 af þessum vélum séu í eigu erlendra fyrirtækja. Flestar eru í eigu leigufélaga á Írlandi og Bermúda. CNN segir að verðmæti vélanna sé 12 milljarðar dollara.

Fyrirtækin sem eiga vélarnar hafa miklar áhyggjur af aðgerðum Rússa og óttast að þau fái vélarnar aldrei aftur.

AerCap á Írlandi er með 142 vélar í útleigu í Rússlandi. Fyrirtækið hefur gefið Rússum frest til 28. mars að skila vélunum og það hafa önnur leigufélög einnig gert. David Walton, forstjóri BOC Aviation, segir að þetta sé óraunhæfur frestur en margir óttast að vélarnar séu glataðar að eilífu.

En þrátt fyrir að Rússar taki vélarnar til sín þá er ekki þar með sagt að þeir geti notað þær lengi því bæði Boeing og Airbus eru hætt að senda varahluti til Rússlands vegna refsiaðgerðanna sem Vesturlönd beita landið vegna stríðsins í Úkraínu. Það hefur í för með sér að viðhald vélanna er ekki eins og vera ber. Ekki er útilokað að Rússar reyni að verða sér úti um varahluti frá öðrum framleiðendum, svokallaða sjóræningjavarahluti, að sögn Business Insider. Fortune hefur eftir fulltrúa rússneskra flugmálayfirvalda að Kínverjar neiti að senda varahluti til rússneskra flugfélaga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki