fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Zelenskyy sýndi bandaríska þingheiminum sláandi myndband í gær – Tár runnu og fólki var brugðið – Ekki fyrir viðkvæma

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. mars 2022 06:45

Volodymyr Zelenskyy ávarpaði Bandaríkjaþing í gær. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við þörfnumst ykkar núna. Munið eftir Pearl Harbor.“ Þetta var meðal þess sem Volodymyr Zelenskyy, Úkraínuforseti, sagði í gær þegar hann ávarpaði Bandaríkjaþing. Hann flutti ávarpið í beinni útsendingu frá Úkraínu. Fréttaskýrendur eru þeirrar skoðunar að ávarpið hafi verið snert við þingmönnum og almenningi enda var það tilfinningaþrungið, skynsamlegt og í því var vísað til sögulegra atburða. Undir lokin gerði Zelenskyy hlé á máli sínu og sýndi þingheimi myndband sem óhætt er að segja að sé sláandi og hafi snert við hjörtum margra enda sáust tár falla hjá sumum þingmönnum.

„Við þörfnumst ykkar núna,“ sagði Zelenskyy og bað enn einu sinni um að Vesturlönd komi upp flugbannssvæði yfir Úkraínu. Það myndi þýða að Bandaríkin eða NATO myndu vakta lofthelgi landsins og skjóta rússneskar eldflaugar og flugvélar niður.

Í lok ræðunnar má segja að hann kastað grimmd stríðsins beint í andlit þingheims og þeirra sem fylgdust með í sjónvarpi. Það gerði hann með fyrrnefndu myndbandi þar sem sorgleg tónlist var leikin undir myndum af hvernig Úkraína var fyrir nokkrum mánuðum síðan og myndum af hvernig Úkraína er í dag.

Þingmenn risu
úr sætum og klöppuðu fyirr Zelenskky. Mynd:Getty

Myndir af sprengjuárásum á íbúðarhús og grátandi almennum borgurum. Árangurslausar endurlífgunartilraunir á litlu barni og myndir af fjöldagröfum sem Úkraínumenn hafa neyðst til að nota því þeir ná ekki að grafa alla á venjulegan hátt.

Eftir útsendinguna baðst CNN afsökunar á að hafa ekki getað varað áhorfendur við myndbandinu áður en það var sýnt en stöðin vissi ekki að það yrði sýnt. Sebastian Smith, fréttamaður AFP í Hvíta húsinu, skrifaði á Twitter að þetta óvænta hafi verið hluti af áætluninni: „CNN biður áhorfendur afsökunar á að ekki hafi verið hægt að vara þá við að myndbandið, sem Zelenskyy sýndi þingheimi, væri svona rosalegt. En ég tel að það hafi verið ætlun Zelenskyy, að það væri nauðsynlegt að Bandaríkjamenn fengju að sjá hvernig stríð er, án þess að hafa huggunarteppið.“

Zelenskyy fékk standandi lófaklapp frá þingmönnum bæði fyrir og eftir ávarpið en mjög sjaldgæft er að þjóðarleiðtogar ávarpi Bandaríkjaþing á stríðstímum.

Hér fyrir neðan er hægt að horfa á myndbandið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök