fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Orð Pútín í gær skutu mörgum skelk í bringu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. mars 2022 05:52

Er þetta að springa í andlitið á Pútín? Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, ræddi við ríkisstjórn sína í gær, skömmu eftir að Joe Biden hafði tilkynnt um aukin framlög Bandaríkjanna til Úkraínu, og var fundurinn sýndur í sjónvarpi. Orð Pútín á fundinum skutu mörgum skelk í bringu.

Pútín varaði rússneska ríkisborgara, sem styðja Vesturlönd, við og sagði að innrásin í Úkraínu gangi „algjörlega eftir áætlun“. Það liggur hins vegar fyrir að hernaður Rússar gengur alls ekki eftir áætlun. Sókn hersins miðar lítið, hann hefur orðið fyrir miklu manntjóni og misst mikið af hernaðartólum. Þessum upplýsingum er þó haldið frá rússnesku þjóðinni sem fær að mestu bara fréttir matreiddar af ráðamönnum í Kreml.

Pútín sendi frá sér harðorða viðvörun á fundinum í gær til „landráðamanna“ og var hún mun harðari en fyrri viðvaranir hans: „Allir, og þá sérstaklega Rússar, geta alltaf gert greinarmun á sönnum föðurlandsvini og úrhraki og föðurlandssvikurum. Þeir munu skyrpa þeim út eins og litlu skordýri sem hefur flogið inn í munn þeirra fyrir tilviljun.“

Hann sagði að Vesturlönd reyni að efna til uppreisnar meðal almennings í Rússland og noti Úkraínu sem stökkbretti til sóknar gegn Rússum. „Það er eitt markmið, að eyðileggja Rússland,“ sagði hann á fundinum.

Hann sagði að Vesturlönd hafi í hyggju að nota rússneska ríkisborgara sem „fimmtu herdeildina“ en það hugtak er notað yfir ríkisborgara sem snúast gegn eigin landi í stríði og berjast fyrir óvinina.

„Vesturlönd munu að sjálfsögðu veðja á fimmtu herdeildina, á föðurlandssvikara. Á þá sem græða peninga hér en búa annars staðar. Ekki landfræðilega, heldur í höfði sínu. Í þrælslegum hugsanagangi sínum. Ég er sannfærður um að eðlileg og nauðsynleg hreinsun á samfélaginu muni styrkja samfélag okkar og samstöðu,“ sagði hann.

Margir sérfræðingar í málefnum Rússlands segja þessi ummæli hans óhugnanleg. Andrei Kolsenikov, stjórnmálaskýrandi í Moskvu, sagði að með orðum sínum skipti Pútín Rússum í tvo hópa, hreina og óhreina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings