fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Maðurinn á sægræna bílnum hékk í þrjár vikur á bílastæði hjá íbúðum stúdenta – Sagðist vera „reyna að kynnast fallegum konum“ 

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 17. mars 2022 10:54

Til vinstri: Bíllinn á bílastæðinu sem um ræðir - Mynd/Aðsend - Til hægr: Mynd sem ljósmyndari DV náði af bílnum í vikunni - Mynd/Valgarður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV fjallaði á dögunum ítarlega um sægrænan sendiferðabíl af gerðinni Volkswagen Caravelle Syncro en ökumaður hans hefur vakið óhug meðal fólks í miðbæ Reykjavíkur að undanförnu. Varað hefur verið við bílnum og ökumanni hans á samfélagsmiðlum.

Nýr viðmælandi DV vegna málsins hefur nú varpað frekara ljósi á hegðun mannsins. Viðmælandinn sem um ræðir er kona sem býr í íbúð í stúdentagörðum í Reykjavík. Í síðastliðnum desember tók hún eftir sægræna bílnum á bílastæðinu fyrir utan íbúðina sína en þar var honum lagt í töluverðan tíma.

„Þessum bíl var lagt beint fyrir utan gluggann minn í þrjá daga í vetur. Ökumaðurinn var alltaf að vinka mér og vera óviðeigandi,“ segir konan í samtali við DV.

Sjá einnig: Varað við manni á sægrænum sendiferðabíl sem keyrir um miðbæinn í leit að konum – „Hann var mjög óviðeigandi við mig“

Hún segir manninn ítrekað vera að gægjast inn í íbúðina sína á meðan bílnum var lagt á bílastæðinu. Þá bendir hún á að staðsetning bílsins var fyrir utan svæði þar sem aðeins eru stúdíóíbúðir. „Þannig að hann getur hafa verið að horfa á stelpur skipta um föt og allskonar.“

Gekk á manninn

Konan fékk á endanum nóg og ákvað að ganga á eiganda bílsins og spyrja hvað honum gengi eiginlega til. „Þá sagðist hann búa í þessum bíl,“ segir hún. Hún segir að maðurinn hafi sagt að hann væri bara að „reyna að kynnast fallegum konum“.

„Ég lét hann vita hvað þetta væri óviðeigandi og að hann mætti ekki leggja þarna. Þá sagðist hann bara keyra um til að finna stæði til að sofa.“

Konan segist hafa hótað að hringja í lögregluna og en í sömu andrá hafi nágranni hennar hafi komið út til þess að athuga hvað væri á seyði. Nágranninn sem um ræðir er pólskur og hann sagði konunni að maðurinn á sendiferðabílnum væri samlandi hans. „Hann færði sig svo eftir að ég sagði að bíllinn hans yrði dreginn því hann væri á einka stæði.“

Sjá einnig: Tóku myndir af bílstjóra sendiferðabílsins til öryggis – „Þá birtist hann upp úr þurru og bauð okkur far“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök