fbpx
Föstudagur 10.janúar 2025
Fréttir

Garðyrkjuskóli ríkisins – Í hvað stefnir á komandi vikum og mánuðum?

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. mars 2022 13:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snjólaug María Jónsdóttir skrifar:

Í 83 ár hefur Garðyrkjuskólinn verið starfræktur að Reykjum í Ölfusi. En sagan að Reykjum nær svo mikið lengra en það, sögur eru til frá síðustu ævi árum Ingólfs Arnarsonar á Reykjum í Ölfusi.

Fyrstu ár skólans voru allir við sama borð þegar kom að menntun, en 1967 tók Skrúðgarðyrkjubrautin til starfa, garðplöntubrautin 1978, Umhverfisbraut kom til sögunnar 1988 en hún er Skógar og náttúrubraut í dag eftir að umhverfisbraut og skógræktarbraut voru sameinaðar, blómaskreytingabrautin byrjaði 1990. Einnig er kennt lífrænræktun í skólanum en það eru nýjasta brautin í skólanum. Auk þess er ylræktarbraut við skólann en segja má að það sé upprunalega brautin og er  enn kennd í dag.

  1. apríl 1939 tók skólinn til starfa, en var settur formlega á sumardaginn fyrsta það ár.

Í áratugi hafa alltaf verið mikil hátíðarhöld í skólanum á sumardaginn fyrsta og almenningi boðið í heimsókn í opið hús í skólanum. Vegna covid hefur ekki verið hægt að halda upp á daginn síðan 2019 en þá var metár gesta sem sóttu skólann heim.

Haustið 2020 hófu 140 nemendur nám við skólann, núna á lokaönn þess árgangs eru nemendurnir 116 og þar af er stór hluti þeirra í fjarnámi. Tæplega 40 nemendur útskrifast úr skólanum í vor.  Flestir sem ákveða að fara í garðyrkjunám eru komnir vel yfir tvítugt og eru þeir eftirsótt starfsfólk í samfélaginu.

En hvað verður þá um þá 80 nemendur sem ekki hafa lokið námi? Hvað verður um það starfsfólk og kennara sem hafa gefið Garðyrkjuskólanum allt sitt síðustu ár og áratugi?

Árið 2005 sameinaðist Garðyrkjuskóli ríkisins við Rannsóknastofnun landbúnaðarins á Keldnaholti og Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og úr varð Landbúnaðarháskóli Íslands (Lbhí). Sú sameining hefur ekki komið vel út fyrir garðyrkjunámið. Húsakostur skólans er orðinn mjög lélegur og aðstaða til námsins fer vversnandi með hverju ári sem líður. Frá ársbyrjun 2019 varð staðan svo enn verri og varð það til þess að fagfélög garðyrkjunnar kvörtuðu til ráðherra mennta- og menningarmála og vildu að námið yrði tekið út úr LBHÍ, þar inni myndi það deyja út. Ráðherra rók svo þá ákvörðun í árslok 2020 að færa garðyrkjunámið frá Lbhí yfir til Fsu.

En síðan er liðinn langur tími og algjör óvissa um það hvenær og hvernig þessi flutningur á að eiga sér stað. Nú árið 2022 er óvissan um framtíð skólans og garðyrkjunáms á Íslandi óbærileg.

Gengið hefur verið frá því að Garðyrkjuskólinn mun flytjast undir SFU en er það skólanum til góða? Ef húsakostur og önnur aðstaða skólans sem hefur fylgt honum í 83 ár fylgir ekki með hvað verður þá?

Allt frá aldamótum hefur ástand húsanna farið stigversnandi, húsin leka, reglulega talað um að loka skólanum eða flytja hann. Þök hafi verið að fjúka af smátt og smátt en þrátt fyrir allt hefur námið eflst ár frá ári. Getið þið ímyndað ykkur hvað væri hægt að gera ef aðbúnaður og stjórnun á stofnuninni væri betri?

Nemendur sem sækja um nám í Garðyrkjuskólann munu væntanlega þurfa að lúta undir sömu inngöngureglur og nemendur FSU. Afhverju gæti það verið slæmt?

Jú meðalaldur nemenda í Garðyrkjuskólanum á þessari önn er um 40 ár. Með reglum FSU eiga þeir nemendur sem nú eru við nám ekki öruggt sæti í skólanum því að fyrir það fyrsta verða unglingar á aldrinum 16-18 ára í forgangi með skólavist, nemendur búsettir á Selfossi og nágrenni eru einnig með forgang inn í skólann. Hvað verður þá um fertuga nemandann utan af landi sem vill stunda nám við Garðyrkjuskólann?

Flest okkar sem nú stunda nám við skólann höfum öll klárað okkar almenna bóknám í framhaldsskóla, jafnvel farið í háskóla og lært að vera tölvunarfræðingar, lögfræðingar og mörg önnur góð og gagnleg  störf en loksins ákváðum við hvað við vildum verða þegar við yrðum fullorðin. Garðyrkjufræðingur af einni af þeim 6 brautum sem kenndar eru í Garðyrkjuskólanum. Hjálpið okkur að leyfa fleirum að njóta þess þegar þeir vita hvað þeir vilja verða þegar þeir verða fullorðnir að geta stundað nám í skemmtilegum skóla með frábæru fagfólki. Leyfið okkur sem nú erum að klára að verða það fagfólk sem deilir okkar reynslu og þekkingu til garðyrkjufræðinga framtíðarinnar.

Sameinumst á opnu málþingi um framtíð garðyrkjunáms á Íslandi, laugardaginn 19. Mars í húsi Garðyrkjuskólans. Þingið hefst klukkan 13:00.

https://www.facebook.com/events/4874942655926442/permalink/4904202416333799/?notif_id=1647178164109480&notif_t=feedback_reaction_generic&ref=notif

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Í gær

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“
Fréttir
Í gær

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“
Fréttir
Í gær

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins
Fréttir
Í gær

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna