fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Fyrrverandi hjón á öndverðum meiði – Svava lýsir yfir stuðningi við Hildi en Bolli birtir auglýsingu henni til höfuðs

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. mars 2022 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki beint fréttnæmt að fyrrverandi hjón séu á öndverðum meiði enda er það yfirleitt mikilvægt hráefni í velheppnaðan hjónaskilnað. Hins vegar er sjaldgæfara og þar af leiðandi fréttnæmara að fráskilin hjón leggi allt í sölurnar fyrir mismunandi frambjóðendur í hörðum prófkjörsslag.

Glöggir lesendur Morgunblaðsins hafa síðustu tvo daga fengið að fylgjast fyrrverandi hjónunum Bolla Kristinssyni og Svövu Johansen, sem bæði eru kennd við verslunina Sautján, leggja sín lóð á vogarskálarnar í oddvitaslag Sjálfstæðismanna í Reykjavík.

Morgunblaðið birti í gær, miðvikudag, aðsenda grein frá Svövu þar sem hún lýsti yfir stuðningi við Hildi Björnsdóttur. Í greininni, sem ber yfirskriftina „Sveigjanleiki er lykillinn að betri borg“ segir Svava að staðan í Reykjavík í dag sé sú að álögur séu háar, leyfiskerfið ósveigjanlegt og að grunnþjónustu sé ábótavant. Það umhverfi sé bein afleiðin af fjármálastjórn borgarinnar og Svava segir það sína tilfinningu að kerfið hafi vaxið stjórnlaust.

Svava lýsti yfir stuðningi við Hildi

Hún bendir á að kosningaáherslur Hildar Björnsdóttur, sem gefur kost á sér í oddvitasæti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, sé ábyrg fjármálastjórn og að hún ætli að draga úr yfirbyggingu borgarinnar, selja eignir sem teljast ekki til grunnþjónustu, draga úr skuldsetningu og slaufa gæluverkefnum. Það hugnast Svövu vel og lýsir hún því yfir eindregnum stuðningi við Hildi í oddvitasætið.

Í Morgunblaði dagsins í dag birtist síðan auglýsing sem Aðgerðarhópurinn Björgum Miðbænum og Bolli eru skráð fyrir. Yfirskriftin er „Björgum Laugaveginum“ og þar er bent á að Hildur hafi greitt atkvæði með meirihlutanum um heilsárslokun Laugavegarins fyrir fjölskyldubílum. Í auglýsingunni er fullyrt að afgerandi meirihluti Sjálfstæðismanna hafi verið á móti lokuninni ef mið er tekið af skoðanakönnun sem Miðbæjarfélagið lét framkvæma í mars 2020.

Í auglýsingunni er lýst yfir vonbrigðum með ákvörðun Hildar og að mati Aðgerðahópsins og Bolla er komið að ögurstundu ef bjarga á Laugaveginum.

Auglýsingin sem Bolli birti í Morgunblaði dagsins í dag
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök