fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Frábær tíðindi frá Úkraínu eftir óvissunótt – „Þetta er kraftaverk“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. mars 2022 09:41

Orðið börn hafði verið skrifað stórum stöfum við gafla hússins. Mynd:Maxar Technologies/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau hörmulegu tíðindi bárust í gær að leikhús í borginni Mariupol, þar sem fjöldi manns hafði leitað skjóls, hafi orðið fyrir sprengjuárás. Áætlað var að um 1200 manns hafi verið í skjóli í kjallara byggingarinnar, aðallega konur og börn.

Orðið „börn“ hafði verið skrifað stórum stöfum við leikhúsið á rússnesku til að rússnesk herlið sæju á loftmyndum að þarna væru óbreyttir borgarar og börn í skjóli.

Forseti Úkraínu, Volodimír Zelenskí sagði í gær að óvíst væri hversu margir hafi látist í árásinni.

Þau tíðindi hafa nú borist að fólk er farið að koma upp úr rústunum, á lífi, en á tíma var óttast að enginn hefði haft árásina af.

Blaðamaðurinn Illia Ponomarenko greinir frá þessu á Twitter, ásamt fleiru.

„Þetta er kraftaverk – fólk sem var í felum í kjallaranum í leikhúsinu í Mariupol lifði af loftárásina. Nú er verið að aðstoða þau að losna upp úr rústunum.“

Austur-Evrópski miðillinn Nexta greinir einnig frá og vísar í tíst úkraínska þingmannsins Serhiy Taruta.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi