Þau hörmulegu tíðindi bárust í gær að leikhús í borginni Mariupol, þar sem fjöldi manns hafði leitað skjóls, hafi orðið fyrir sprengjuárás. Áætlað var að um 1200 manns hafi verið í skjóli í kjallara byggingarinnar, aðallega konur og börn.
Orðið „börn“ hafði verið skrifað stórum stöfum við leikhúsið á rússnesku til að rússnesk herlið sæju á loftmyndum að þarna væru óbreyttir borgarar og börn í skjóli.
Forseti Úkraínu, Volodimír Zelenskí sagði í gær að óvíst væri hversu margir hafi látist í árásinni.
Þau tíðindi hafa nú borist að fólk er farið að koma upp úr rústunum, á lífi, en á tíma var óttast að enginn hefði haft árásina af.
Blaðamaðurinn Illia Ponomarenko greinir frá þessu á Twitter, ásamt fleiru.
„Þetta er kraftaverk – fólk sem var í felum í kjallaranum í leikhúsinu í Mariupol lifði af loftárásina. Nú er verið að aðstoða þau að losna upp úr rústunum.“
The famous Drama Theater in Mariupol.
De-nazified by a Russian air-dropped bomb today, on March 16, 2022.
Fuck you Russia. You’re going to pay for this. pic.twitter.com/ZQuGW6hL55— Illia Ponomarenko 🇺🇦 (@IAPonomarenko) March 16, 2022
Austur-Evrópski miðillinn Nexta greinir einnig frá og vísar í tíst úkraínska þingmannsins Serhiy Taruta.
The bomb shelter of the Drama Theater in #Mariupol survived
People are beginning to come out of it alive. pic.twitter.com/8Z5IgT92TT
— NEXTA (@nexta_tv) March 17, 2022