Bogi Ágústsson, fréttaþulur á RUV, er nýjasta fórnarlamb kórónuveirunnar. Hann greinir frá þessu í færslu á Facebook þar sem hann segir: „Þessi flytur ekki fréttir í kvöld eins og til stóð, sannfæring hans um að hann væri ónæmur reyndist bull og vitleysa.“
Fjöldi fólks sendir Boga batakveðjur enda um að ræða einn ástsælasta þul landsins.