Þetta eru Switchblade 300 og Switchblade 600 drónar sem eru framleiddir af bandaríska fyrirtækinu AeroVironment. 300 tegundin getur hæft mál í tæplega 1,5 km fjarlægð og 600 tegundin í tæplega 5 km fjarlægð.
Drónarnir vega um 2,5 kíló og eru með myndavél og flugskeyti. Það er hægt að bera þá í litlum bakpoka. Hernaðarsérfræðingar telja að þessir drónar muni opna fyrir algjörlega nýja möguleika fyrir Úkraínumenn í stríðinu við Rússa.
Það er hægt að gera báðar tegundirnar flughæfar á örskotsstund og það er hægt að nota þær við árásir á skriðdreka, stórskotalið og bíla auk fleiri skotmarka.
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í gær um hernaðaraðstoð við Úkraínu upp á einn milljarð dollara.
Það að úkraínski herinn fá þessa dróna markar breytingu í stefnu Bandaríkjanna. Fram að þessu hafa þau aðallega sent varnarvopn til Úkraínu.
Politico segir að kamikaze-drónarnir geti verið á lofti í um 30 mínútur áður en þeim er stýrt niður á ákveðið skotmark af stjórnanda sem er á jörðu niðri. Þessir drónar voru fyrst notaðir af Bandaríkjaher í Afganistan. Bretar nota einnig dróna þessarar tegundar.