fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Sjúkraliðar harðorðir í garð Landspítalans – „Hefur sambærileg mismun milli heilbrigðisstétta ekki áður átt sér stað“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 16. mars 2022 10:08

Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjúkraliðafélag Íslands gagnrýnir Landspítalann harðlega í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum í morgun. Þar kemur fram að sjúkraliðar á spítalanum telja sér mismunað og að viðmót yfirstjórnar spítalans sé andsnúið sjúkraliðum, en nú standa yfir samningaviðræður Sjúkraliðafélagsins og Landspítala vegna stofnanasamninga, en kjarasamningar sjúkraliðar voru framlengdir með því skilyrði að stofnanasamningar yrðu teknir til endurskoðunar. Sjúkraliðafélag Íslands telur að Landspítali ætli ekki að standa við það loforð. 

„Yfirmönnum Landspítalans hefur verið tíðrætt um mikilvægi heilbrigðisstétta fyrir spítalann og ekki síst á tímum Covid-19. Óumdeildar eru þær fórnir sem sjúkraliðar sem og aðrar stéttir innan Landspítalans hafa fært að undanförnu. Nú er hins vegar ljóst að orð yfirmanna spítalans eru innantóm þegar kemur að sjúkraliðum,“ segir í yfirlýsingu.

Lægri grunnkjör en hjá öðrum

Þar kemur fram að undanfarna mánuði hafi staðið yfir samningaviðræður milli Sjúkraliðafélagsins og fulltrúa Landspítala vegna stofnanasamninga.

„Skemmst er frá því að segja að viðmót yfirstjórnar spítalans til málefnalegra sjónarmiða félagsins um uppfærslu á stofnanasamningi er andsnúið sjúkraliðum. Ekki er hægt að segja það saman um aðrar heilbrigðisstofnanir sem eru einnig í samningaviðræðum við sjúkraliða. Efnisleg endurskoðun á stofnanasamningum var forsenda framlengingar kjarasamnings við sjúkraliða en nú hefur Landspítalinn ákveðið að hunsa hana. Í mörgum tilfellum eru sjúkraliðar á Landspítalanum á lægri grunnkjörum en sambærilegir sjúkraliðar hjá öðrum heilbrigðisstofnunum.“

Mismuna sjúkraliðum

Félagið bendir í yfirlýsingu á að Landspítali hafi nýlega greitt heilbrigðisstéttum tiltekna fjárhæð vegna þeirrar vinnu sem starfsmenn hafa lagt á sig, umfram vinnuskyldu í COVID-faraldrinum. Sjúkraliðar hafi hins vegar fengið lægri fjárhæð en aðrir.

„Eftir sem Sjúkraliðafélagi Íslands kemst næst hefur sambærileg mismun milli heilbrigðisstétta ekki áður átt sér stað ‏þegar kemur að umbun vegna álags vegna heimsfaraldursins.“

Sjúkraliðafélagið segist ítrekað hafa mótmælt þessari framkomu og hvetur félagið nú nýjan forstjóra að standa með sjúkraliðum líkt og sjúkraliðar hafi staðið með spítalanum í gegnum faraldurinn. Eins þætti félaginu fróðlegt að vita afstöðu heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra til afstöðu Landspítalans til sjúkraliða.

„Sjúkraliðar eru 98% konur og er þessi framkoma gagnvart þeim í því ljósi sérstaklega ámælisverð. Þess vegna væri afar áhugavert að fá skoðun heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra til þessarar afstöðu Landspítalans til einnar stærstu kvennastéttar landsins, sem gegnir lykilhlutverki í heilbrigðiskerfinu. „

Nú þurfa sjúkraliðar stuðning

Að lokum segir í yfirlýsingu að sjúkraliðar hafi staðið sína vakt við erfiðar aðstæður í faraldrinum.

„Sjúkraliðar hafa staðið sína vakt þegar kemur að mjög erfiðum aðstæðum innan spítalans á tímum heimsfaraldurs. Undanfarin tvö ár hafa sjúkraliðar lagt einkalíf sitt til hliðar til að geta unnið vinnuna sína og varið viðkvæma hópa.

Þá standa sjúkraliðar iðulega með almenningi á þeirra viðkvæmustu og erfiðustu augnablikum. Nú þurfa sjúkraliðar hins vegar á stuðningi almennings að halda ásamt einhverjum lágmarksskilningi og sanngirni frá yfirmönnum Landspítalans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings