Hann sagði að bæði sjúklingar, heilbrigðisstarfsfólk og nágrannar sjúkrahússins hafi verið teknir í gíslingu.
Gíslatakan er sögð hafa byrjað síðdegis í gær og noti rússnesku hermennirnir gíslana sem mannlegan skjöld til að halda sjúkrahúsinu á sínu valdi.
Pavlo sagði að sjúkrahúsið hafi orðið fyrir skemmdum vegna skothríðar en læknar og hjúkrunarfræðingar haldi áfram að sinna sjúklingum á bráðabirgðadeildum í kjallaranum. Hann hvatti leiðtoga heims til að bregðast við „þessum grófu brotum gegn mannkyni“.
Ekki eru margir dagar síðan rússneskar hersveitir réðust á fæðingarsjúkrahús í Mariupol.