Segja má að þetta séu táknrænar aðgerðir almennings enda ekki margar rússneskar vörur í boði í verslunum.
En hvað varðar hinn vinsæla vodka Stolichnaya þá telja margir hann vera rússneskan en það er hann ekki. Það er ísraelski kaupsýslumaðurinn Yuri Shefler sem á hann. Hann er að vísu af rússneskum ættum en flutti frá Rússlandi fyrir 22 árum eftir að honum sinnaðist við Vladímír Pútín. Síðan þá hefur hann verið ötull gagnrýnandi Pútín.
Stolichnaya er ekki framleiddur í Rússlandi heldur í Lettlandi og þegar Rússar réðust inn í Úkraínu var hætt að nota korn frá Rússlandi í hann og skipt yfir í korn frá Slóvakíu að sögn Sky News.
Önnur þekkt vodkategund er Smirnoff sem var upphaflega rússneskt en er nú í eigu breska fyrirtækisins Diageo.
Eins og DV benti á nýlega þá geta neytendur stýrt fram hjá kaupum á rússneskum vörum með einfaldri aðferð.
Svona getur þú forðast að kaupa rússneskar vörur – Einföld aðgerð í hverri verslunarferð