fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Hershöfðingi segir að Rússar neyðist hugsanlega til að hætta stríðinu eftir tíu daga

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. mars 2022 06:44

Úkraínskur hermaður í Odesa en borpallarnir eru sunnan við borgina. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er erfitt að spá fyrir um hvernig stríðið í Úkraínu mun þróast en margt bendir þó til að Rússar séu að verða uppiskroppa með mannskap og búnað. Auk þess vinnur tíminn gegn þeim. Næstu tíu dagar eða svo skipta sköpum varðandi það hvernig stríðið endar.

Þetta er niðurstaða greiningar Ben Hodges, fyrrum yfirmanns bandaríska heraflans í Evrópu, og Julian Lindley-French, hernaðarsérfræðings hjá hugveitunni The Institute for Statecraft.

Niðurstaða greiningar þeirra er að innrás Rússa hafi verið illa undirbúin og þar sem ekki tókst að vinna sigur á Úkraínumönnum á skömmum tíma hafi stríðið þróast yfir í að vera langvarandi kyrrstöðustríð.

Slíkt stríð krefst tíma, mannafla og skotfæra en Rússar eru að verða komnir í þrot með þetta allt að mati sérfræðinganna. „Ég held að það séu um tíu dagar í að hernaður Rússa nái hámarki. Með öðrum orðum þeir renna út á tíma, þá vantar fólk og þá vantar skotfæri,“ sagði Hodges í samtali við CNN.

Ben Hodges var áður yfirmaður bandaríska heraflans í Evrópu. Mynd:Getty

Í samtali við MSNBC sagði hann að þetta sé háð því að Vesturlönd haldi ekki aðeins áfram að styðja við Úkraínumenn með vopnum og öðru, heldur bæti í stuðninginn: „Þannig séð er þetta kapphlaup um hvort við styðjum Úkraínumenn nægilega mikið til að þeir geti varist þar til Rússar ná hápunktinum. Ef ekkert dramatískt gerist þá er það mitt mat að það gerist eftir um tíu daga.“

Margir hernaðarsérfræðingar hafa að undanförnu komist að þeirri niðurstöðu að hernaður Rússa í Úkraínu gangi alls ekki eins og Rússar ætluðu þegar þeir réðust inn í landið. Eins og DV skýrði frá á mánudaginn þá virðist Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, vera ósáttur við gang mála og rak hann tvo háttsetta leyniþjónustumenn úr starfi fyrir helgi.

Er þetta merki um reiði Pútín? Herforingjar og leyniþjónustumenn handteknir og reknir

Úkraínumenn voru einnig miklu betur undir innrásina búnir en margir hernaðarsérfræðingar reiknuðu með.

Rússum hefur ekki tekist að ná höfuðborginni Kyiv á sitt vald þrátt fyrir að reiknað hafi verið með að það myndi aðeins taka nokkra daga þegar innrásin hófst.  Hodges sagði í samtali við CNN að hann hafi verið í Kyiv fyrir fimm vikum og að hann efist nú um að Rússar muni ná borginni á sitt vald: „Kyiv er mjög stór borg, með mjög flóknu borgarskipulagi, sem ein stærsta á Evrópu skiptir í tvennt. Ég held að Rússar séu ekki með nægilega marga hermenn til að umkringja hana, hvað þá til að ná henni á sitt vald.“

Hann sagði að margar frásagnir hafi borist um uppreisn rússneskra hermanna gegn yfirboðurum sínum, liðhlaup og lítinn baráttuvilja. Þá hafi skortur á hermönnum orðið til að Rússar hafi ráðið Sýrlendingar til að koma til Úkraínu til að berjast.  „Núna þurfum við að halda fætinum á bensíngjöfinni og sýna að við munum einnig halda þessu áfram til langframa. Zelenskyy forseti hefur rétt fyrir sér: Úkraína mun sigra. En næstu tíu dagar skipta sköpum,“ sagði Hodges.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök